Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Manstu?

Manstu?

Hefurðu lesið nýjustu tölublöð Varðturnsins vandlega? Reyndu þá að svara eftirfarandi spurningum:

Er líkbrennsla viðeigandi fyrir kristna menn?

Það er persónuleg ákvörðun hvort valin er bálför eða ekki. Biblían ræðir ekki beint um líkbrennslu en nefna má að lík Sáls konungs og Jónatans, sonar hans, voru brennd og síðan grafin. (1. Sam. 31:2, 8-13) – 15. júní, bls. 7.

Hvernig er hægt að standast freistinguna til að horfa á klám?

Eftirfarandi getur hjálpað: (1) Líta strax undan ef kynæsandi mynd bregður fyrir. (2) Vernda hugann með því að beina honum á jákvæðar brautir og biðja til Guðs. (3) Gæta okkar með því að forðast kvikmyndir og vefsíður sem sýna klám. – Júlí-ágúst, bls. 10-12.

Hversu skaðlegar eru reykingar?

Á síðustu öld dóu 100.000.000 manna af völdum reykinga. Um þessar mundir deyja um 6.000.000 manna á ári af þeim völdum. – Júlí-ágúst, bls. 3.

Hvaða áskoranir geta fylgt því að flytja til annars lands þar sem vantar fleiri boðbera?

Þrjár þeirra eru (1) að aðlagast nýjum lífsmáta, (2) að takast á við heimþrá og (3) að aðlagast og kynnast trúsystkinum á nýja staðnum. Margir hafa gert þetta og hlotið mikla blessun fyrir. – 15. júlí, bls. 4-5.

Hvers vegna snerust bræður Jósefs gegn honum?

Meðal annars vegna þess að Jakob hafði sérstakt dálæti á honum og gaf honum fínan kyrtil. Bræður hans urðu öfundsjúkir og seldu hann í þrælkun. – September-október, bls. 11-13.

Hvers vegna eru nýju smáritin mjög áhrifarík og auðveld í notkun?

Þau eru öll með sama sniði. Þau hvetja okkur til að lesa biblíuvers og leggja spurningu fyrir viðmælandann. Hvernig sem hann svarar getum við opnað smáritið og sýnt honum svar Biblíunnar. Við getum líka bent á spurningu til að ræða í næstu heimsókn. – 15. ágúst, bls. 13-14.

Hvernig geta kristnir foreldrar gætt barnanna vel?

Það er mikilvægt að hlusta á börnin til að kynnast þeim. Leggðu þig fram um að næra trú þeirra. Leiðbeindu þeim ástúðlega, til dæmis þegar þau láta í ljós efasemdir. – 15. september, bls. 18-21.

Hvaða sáttmáli í Biblíunni býður upp á að Kristur geti átt sér meðstjórnendur?

Eftir síðustu páskamáltíðina með postulunum gerði Jesús sáttmála við trúa lærisveina sína sem kalla má sáttmálann um ríkið. (Lúk. 22:28-30) Með honum var þeim lofað að þeir myndu ríkja með Jesú á himnum. – 15. október, bls. 16-17.

Hvað verður liðin tíð eftir að ríki Guðs tekur völd?

Sjúkdómar, dauði, atvinnuleysi, stríð, matvælaskortur og fátækt verða ekki til framar. – Nóvember-desember, bls. 6-7.

Hverjir voru ,lýðurinn sem bar nafn Guðs‘ eins og Jakob talaði um í Postulasögunni 15:14?

Þetta var trúað fólk bæði af hópi Gyðinga og af öðrum þjóðum sem Guð útvaldi til að „víðfrægja dáðir hans“. (1. Pét. 2:9, 10) – 15. nóvember, bls. 24-25.