Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Hlýðum þeim sem Jehóva felur að gæta hjarðarinnar

Hlýðum þeim sem Jehóva felur að gæta hjarðarinnar

„Hlýðið leiðtogum ykkar og verið þeim eftirlát. Þeir vaka yfir sálum ykkar.“ – HEBR. 13:17.

1, 2. Hvaða þýðingu hefur það að Jehóva skuli líkja sjálfum sér við fjárhirði?

JEHÓVA líkir sjálfum sér við fjárhirði. (Esek. 34:11-14) Það auðveldar okkur að skilja hvernig Jehóva er. Umhyggjusamur fjárhirðir tekur ábyrgð á lífi og velferð hjarðarinnar sem honum er falið að gæta. Hann finnur bithaga og vatnsból handa sauðunum (Sálm. 23:1, 2), vakir yfir þeim daga og nætur (Lúk. 2:8), verndar þá fyrir rándýrum (1. Sam. 17:34, 35), ber unglömbin í faðmi sér (Jes. 40:11), leitar uppi sauði sem villast frá hjörðinni og annast þá sem eru meiddir. – Esek. 34:16.

2 Þjónar Jehóva til forna stunduðu landbúnað og kvikfjárrækt og skildu því mætavel hvað hann átti við með því að líkja sjálfum sér við umhyggjusaman hirði. Þeir vissu að það þurfti að gæta sauða og annast þá til að þeir döfnuðu. Hið sama á við í andlegum skilningi um okkur mennina. (Mark. 6:34) Ef við njótum ekki gæslu Jehóva kemur það niður á okkur. Þá erum við berskjölduð og villumst siðferðilega – rétt eins og „hjörð án hirðis“. (1. Kon. 22:17) En Jehóva er annt um þjóna sína og annast þarfir þeirra vel.

3. Um hvað er rætt í þessari grein?

3 Það hefur líka þýðingu fyrir okkur sem nú lifum að Jehóva skuli líkja sér við hirði. Hann annast þjóna sína ekkert síður nú en áður. Við skulum kanna hvernig hann leiðir sauði sína og fullnægir þörfum þeirra á okkar tímum. Við könnum einnig hvað við þurfum að gera til að njóta góðs af gæslu og umhyggju Jehóva.

 GÓÐI HIRÐIRINN SKIPAR AÐRA HIRÐA TIL AÐSTOÐAR

4. Hvernig annast Jesús sauði Jehóva?

4 Jehóva hefur skipað Jesú höfuð kristna safnaðarins. (Ef. 1:22, 23) Hann er „góði hirðirinn“ og endurspeglar eiginleika föður síns og hefur sömu markmið og hann. Jesús lagði jafnvel ,líf sitt í sölurnar fyrir sauðina‘. (Jóh. 10:11, 15) Lausnarfórn hans er mannkyni til mikillar blessunar. (Matt. 20:28) Það er ætlun Jehóva að „hver sem á hann [Jesú] trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf“. – Jóh. 3:16.

5, 6. (a) Hverja hefur Jesús skipað til að gæta sauðanna og hvað þurfa sauðirnir að gera til að njóta góðs af því? (b) Hver ætti að vera aðalástæðan fyrir því að hlýða öldungum safnaðarins?

5 Hvernig bregðast sauðirnir við forystu góða hirðisins, Jesú Krists? „Mínir sauðir heyra raust mína og ég þekki þá og þeir fylgja mér,“ sagði hann. (Jóh. 10:27) Að heyra raust góða hirðisins merkir að fylgja leiðsögn hans í einu og öllu, meðal annars að vinna vel með hirðunum sem hann hefur skipað sér til aðstoðar. Jesús sagði að postular hans og lærisveinar ættu að halda starfi hans áfram. Þeir áttu að kenna sauðum Jesú og gæta þeirra. (Matt. 28:20; lestu Jóhannes 21:15-17.) Þegar fagnaðarerindið breiddist út og lærisveinunum fjölgaði gerði Jesús ráðstafanir til að þroskaðir hirðar væru skipaðir til að gæta safnaðanna. – Ef. 4:11, 12.

6 Páll postuli ávarpaði umsjónarmenn safnaðarins í Efesus á fyrstu öld og benti á að heilagur andi hefði skipað þá umsjónarmenn til að gæta safnaðar Guðs. (Post. 20:28) Hið sama er að segja um umsjónarmenn safnaðanna nú á dögum. Þeir eru líka útnefndir í samræmi við leiðbeiningar Biblíunnar sem eru innblásnar af heilögum anda. Með því að vera undirgefin umsjónarmönnum safnaðarins sýnum við að við berum virðingu fyrir Jehóva og Jesú sem eru öllum hirðum æðri. (Lúk. 10:16) Það er aðalástæðan fyrir því að við hlýðum öldungunum fúslega. En það eru fleiri ástæður fyrir því að það er viturlegt að vera þeim undirgefinn.

7. Hvernig hjálpa öldungarnir okkur að eiga gott samband við Jehóva?

7 Öldungarnir vísa beint í Biblíuna eða meginreglur Biblíunnar þegar þeir leiðbeina trúsystkinum og hvetja þau. Markmiðið er ekki að ráðskast með þau og daglegt líf þeirra. (2. Kor. 1:24) Öllu heldur vilja öldungarnir gefa biblíulegar leiðbeiningar til að hjálpa trúsystkinum sínum að taka skynsamlegar ákvarðanir og til að stuðla að friði og einingu í söfnuðinum. (1. Kor. 14:33, 40) Þeir „vaka yfir sálum“ safnaðarmanna í þeim skilningi að þeir vilja hjálpa þeim öllum að eiga gott samband við Jehóva. Þeir bíða því ekki boðanna að rétta hjálparhönd ef þeir sjá að bróðir eða systir eru í þann mund að misstíga sig eða eru búin að því. (Gal. 6:1, 2; Júd. 22) Það eru margar góðar ástæður til að hlýða þeim sem fara með forystuna í söfnuðinum. – Lestu Hebreabréfið 13:17.

8. Hvernig vernda öldungarnir hjörð Guðs?

8 Páll postuli var einn af hirðum hjarðarinnar og hann skrifaði trúsystkinum sínum í Kólossu: „Gætið þess að láta engan hertaka ykkur með marklausu, villandi spekitali sem byggist á mannasetningum og er komið frá heimsvættunum en ekki frá Kristi.“ (Kól. 2:8) Með þessari viðvörun er vakin athygli á annarri góðri ástæðu til  að fylgja leiðbeiningum öldunganna. Þeir vernda hjörðina með því að vara bræður og systur við hverjum þeim sem reynir að spilla trú þeirra. Pétur postuli benti á að „falsspámenn“ og „falskennendur“ myndu reyna að tæla „óstyrkar sálir“ til að óhlýðnast Jehóva. (2. Pét. 2:1, 14) Safnaðaröldungar nú á tímum gefa svipaðar viðvaranir þegar þörf krefur. Þeir búa yfir reynslu og þroska. Áður en þeir voru útnefndir öldungar höfðu þeir sýnt að þeir höfðu staðgóða þekkingu á Biblíunni og voru hæfir biblíukennarar. (1. Tím. 3:2; Tít. 1:9) Biblíuþekkingin veitir þeim visku og það, ásamt þroska þeirra og jafnvægi, gerir þeim kleift að veita söfnuðinum góða forystu.

Öldungar vernda sauðina sem þeim er trúað fyrir eins og hirðir verndar hjörðina. (Sjá 8. grein.)

GÓÐI HIRÐIRINN NÆRIR OG VERNDAR SAUÐINA

9. Hvernig leiðbeinir Jesús kristna söfnuðinum og nærir hann?

9 Jehóva lætur í té nóg af andlegri fæðu fyrir milligöngu safnaðarins og allir þjónar Guðs um víða veröld njóta góðs af henni. Við fáum margs konar ráðleggingar í ritunum okkar. Stundum berast safnaðaröldungum leiðbeiningar í bréfum frá söfnuði Jehóva eða fyrir milligöngu farandumsjónarmanna. Þannig fá sauðirnir skýra leiðsögn.

10. Hvaða skyldur hafa umsjónarmenn gagnvart þeim sem hafa villst frá hjörðinni?

10 Það er verkefni umsjónarmanna að vernda sauðina, gæta þeirra og  annast þá, ekki síst þá sem eru orðnir veikir í trúnni eða hefur orðið eitthvað á. (Lestu Jakobsbréfið 5:14, 15.) Sumir þeirra hafa kannski villst frá hjörðinni og eru hættir að taka þátt í starfsemi safnaðarins. Hvað gerir umhyggjusamur öldungur í slíkum tilvikum? Gerir hann ekki allt sem hann getur til að finna týnda sauðinn og hvetja hann til að snúa aftur til safnaðarins? Auðvitað gerir hann það. „Það [er] eigi vilji yðar himneska föður að nokkur þessara smælingja glatist,“ sagði Jesús. – Matt. 18:12-14.

HVERNIG EIGUM VIÐ AÐ LÍTA Á ÓFULLKOMLEIKA ÖLDUNGANNA?

11. Hvers vegna geta sumir átt erfitt með að fylgja forystu öldunganna?

11 Jehóva og Jesús eru fullkomnir hirðar. Hið sama verður ekki sagt um mennina sem þeir hafa falið að gæta safnaðarins. Þetta getur valdið því að sumir eiga erfitt með að fylgja forystu öldunganna. Þeir hugsa kannski sem svo að öldungarnir séu ófullkomnir menn eins og allir aðrir. Er einhver ástæða til að hlusta á þá? Það er vissulega rétt að öldungarnir eru ófullkomnir. Við þurfum hins vegar að sjá galla þeirra og veikleika í réttu ljósi.

12, 13. (a) Nefndu dæmi um mistök manna sem Jehóva valdi til forystu forðum daga. (b) Hvers vegna segir Biblían frá mistökum manna sem valdir voru til ábyrgðarstarfa?

12 Í Biblíunni er sagt hreinskilnislega frá mistökum manna sem Jehóva fól að fara með forystu. Nefnum dæmi. Hann valdi Davíð sem konung og leiðtoga Ísraels. En Davíð féll í freistni og gerði sig sekan um hjúskaparbrot og morð. (2. Sam. 12:7-9) Pétur postuli er annað dæmi. Honum var falið ábyrgðarstarf í söfnuðinum á fyrstu öld en honum urðu á alvarleg mistök. (Matt. 16:18, 19; Jóh. 13:38; 18:27; Gal. 2:11-14) Að Jesú undanskildum hafa allir menn verið ófullkomnir síðan Adam og Eva voru uppi.

13 Hvers vegna lét Jehóva biblíuritarana segja frá mistökum þeirra sem hann valdi til ábyrgðarstarfa? Meðal annars til að sýna fram á að hann gæti notað ófullkomna menn til að veita fólki sínu forystu. Hann hefur reyndar alltaf gert það. Við ættum því ekki að nota ófullkomleika þeirra sem fara með forystuna sem afsökun fyrir því að mögla gegn þeim eða virða ekki leiðsögn þeirra. Jehóva ætlast til þess að við virðum þessa bræður og hlýðum þeim. – Lestu 2. Mósebók 16:2, 8.

14, 15. Hvernig kom Jehóva boðum til manna forðum daga og hvað má læra af því?

14 Við verðum að hlýða þeim sem fara með forystuna á meðal okkar. Hugsaðu til þess hvernig Jehóva kom boðum áleiðis til þjóna sinna á hættutímum til forna. Þegar Ísraelsmenn yfirgáfu Egyptaland voru það Móse og Aron sem komu fyrirmælum Guðs til skila. Til að vera óhultir meðan tíunda plágan gekk yfir urðu Ísraelsmenn að hlýða þeim fyrirmælum að slátra lambi, bera hluta af blóðinu á dyrastafi og dyratré húsa sinna og framreiða sérstaka málið. Þeir heyrðu ekki rödd af himni sem sagði þeim að gera þetta. Þeir urðu að hlusta á öldunga Ísraels sem höfðu fengið fyrirmælin frá Móse. (2. Mós. 12:1-7, 21-23, 29) Móse og öldungarnir höfðu það verkefni að flytja fólki Jehóva fyrirmæli hans. Safnaðaröldungar nú á dögum gegna áþekku hlutverki.

15 Trúlega manstu eftir mörgum  öðrum tilvikum þar sem Biblían segir frá því að Jehóva hafi falið mönnum eða englum að flytja áríðandi fyrirmæli. Oft var um líf og dauða að tefla. Í öllum þessum tilfellum ákvað Guð að fela öðrum það verkefni að flytja boðin í hans nafni og segja fólki hvað það þyrfti að gera til að bjargast. Má ekki vænta þess að Jehóva geri eitthvað svipað í Harmagedón? Öldungar, sem fá það verkefni að koma fram fyrir hönd Jehóva eða safnaðar hans, verða auðvitað að gæta þess vandlega að misbeita aldrei því valdi sem þeim er falið.

„EIN HJÖRÐ, EINN HIRÐIR“

16. Hvaða „orð“ þurfum við að hlusta á?

16 Þjónar Jehóva eru „ein hjörð“ í umsjá ,eins hirðis‘, það er að segja Jesú Krists. (Jóh. 10:16) Jesús sagðist ætla að vera með lærisveinum sínum „alla daga allt til enda veraldar“. (Matt. 28:20) Hann er konungur á himni og hefur því fulla stjórn á öllum þeim atburðum sem eru undanfari þess að dómi verði fullnægt yfir heimi Satans. Til að vera sameinuð og óhult í hjörð Guðs þurfum við að hlusta á ,orðin að baki okkur‘ sem vísa okkur veginn. Þessi orð eru meðal annars það sem heilagur andi kemur til skila í Biblíunni og það sem Jehóva og Jesús segja okkur fyrir milligöngu þeirra sem þeir hafa falið að gæta hjarðarinnar. – Lestu Jesaja 30:21; Opinberunarbókina 3:22.

Öldungar leggja sig fram um að vernda fjölskyldur einstæðra foreldra gegn skaðlegum félagsskap. (Sjá 17. og 18. grein.)

17, 18. (a) Hvaða hætta steðjar að hjörðinni en hverju getum við treyst? (b) Um hvað er fjallað í næstu grein?

17 Í Biblíunni segir að Satan gangi um eins og „öskrandi ljón, leitandi að þeim sem hann getur tortímt“. (1. Pét. 5:8) Hann situr um hjörðina eins og hungrað rándýr og bíður færis að stökkva á þá sem gá ekki að sér eða villast frá hjörðinni. Það er góð ástæða til að halda okkur alltaf sem næst hjörðinni og sem næst hirði og umsjónarmanni sálna okkar. (1. Pét. 2:25) Í Opinberunarbókinni 7:17 segir um þá sem lifa gegnum þrenginguna miklu: „Lambið [Jesús] ... mun vera hirðir þeirra og leiða þá til vatnslinda lífsins. Og Guð mun þerra hvert tár af augum þeirra.“ Er hægt að hugsa sér betra loforð en þetta?

18 Við höfum nú rætt um það mikilvæga hlutverk kristinna öldunga að gæta hjarðarinnar. Hvernig geta þeir tryggt að þeir annist sauði Jesú alltaf á réttan hátt? Það er efni næstu greinar.