Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Manstu?

Manstu?

Hefurðu lesið vandlega nýjustu tölublöð Varðturnsins? Reyndu þá að svara eftirfarandi spurningum:

Hvernig eiga kristnir menn að líta á það að leita sér leiðsagnar með því að opna Biblíuna af handahófi?

Sumir gera þetta í þeirri trú að fyrsta versið, sem þeir lesa, hafi að geyma viðeigandi leiðsögn hverju sinni. Sannkristnir menn leita ekki fyrirboða af nokkru tagi heldur leita þeir leiðsagnar Guðs með því að afla sér nákvæmrar biblíuþekkingar. – 15. desember, bls. 3.

Hver er „heimurinn“ sem líður undir lok?

„Heimurinn“, sem líður undir lok, er heimur þeirra manna sem lifa ekki í samræmi við vilja Guðs. (1. Jóh. 2:17) Jörðin stendur áfram og þeir sem þjóna Guði halda lífi. – janúar-febrúar, bls. 5-7.

Hvernig talar Abel enn þótt hann sé dáinn? (Hebr. 11:4)

Hann gerir það með trú sinni. Við getum lært af honum og reynt að líkja eftir trú hans. Hún var sterk og ósvikin. – janúar-febrúar, bls. 12.

Á hvaða sviðum þurfum við að gæta þess vel að fjarlægjast ekki Guð?

Nefna má atvinnu, afþreyingu, tryggð við ættingja sem er vikið úr söfnuðinum, tölvur og tæki, áhyggjur af heilsunni, ranga sýn á peninga og það að hugsa of hátt um stöðu okkar eða skoðanir. – 15. janúar, bls. 12-21.

Hvað getum við lært af auðmýkt Móse?

Móse var mjög valdamikill en lét það ekki stíga sér til höfuðs. Hann treysti á Guð en ekki sjálfan sig. Látum aldrei völd okkar eða færni stíga okkur til höfuðs heldur treystum á Jehóva. (Orðskv. 3:5, 6) – mars-apríl, bls. 5.

Hvað merkti það að Ísraelsmenn væru „óumskornir á hjarta“? (Jer. 9:26)

Þeir voru þrjóskir og þverúðarfullir og þurftu að fjarlægja það sem gerði hjörtu þeirra ónæm, það er að segja hugsanir, langanir og hvatir sem stönguðust á við boðorð Guðs. (Jer. 5:23, 24) – 15. mars, bls. 9-10.

Hvernig lifði Jesús innihaldsríku lífi?

Hann hafði skýra lífsstefnu, þá að gera vilja Guðs. Hann elskaði himneskan föður sinn afar heitt og honum var annt um fólk. Hann vissi að faðirinn elskaði hann og hafði velþóknun á honum. Þetta er mikilvægt til að lífið sé innihaldsríkt. – maí-júní, bls. 4-5.

Hvað tilheyrir jarðneskum hluta alheimssafnaðar Jehóva?

Hið stjórnandi ráð, deildar- nefndir, farandumsjónarmenn, öldungaráð, söfnuðir og einstakir boðberar. – 15. apríl, bls. 29.

Voru afbrotamenn í Ísrael teknir af lífi með því að hengja þá á staur?

Nei, margar fornþjóðir notuðu þessa aftökuaðferð en Ísraelsmenn ekki. Á tímum Hebresku ritninganna, að minnsta kosti, var brotamaður líflátinn með öðrum hætti, til dæmis með því að grýta hann. (3. Mós. 20:2, 27) Í sumum tilfellum var líkið síðan hengt á staur öðrum til viðvörunar. – 15. maí, bls. 13.