Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Vissir þú?

Vissir þú?

Var musterið í Jerúsalem einhvern tíma endurbyggt eftir árið 70?

JESÚS sagði að ekki myndi standa steinn yfir steini þar sem musteri Jehóva var, og spádómurinn rættist árið 70 þegar rómverskur her undir stjórn Títusar eyddi Jerúsalem. (Matt. 24:2) Nokkrum öldum síðar áformaði Júlíanus keisari að endurbyggja musterið.

Júlíanus hefur verið kallaður síðasti heiðni keisarinn í Róm. Hann var bróðursonur Konstantínusar mikla og hlaut það sem kallað var kristin menntun. Eftir að hann varð keisari árið 361 afneitaði hann því sem honum hafði verið kennt og þeirri svokölluðu kristni sem þá var við lýði. Hann snerist til heiðni og er í sagnfræðiritum kallaður „hinn fráfallni“.

Júlíanus hafði megna óbeit á kristninni. Ein ástæðan kann að vera sú að sex ára gamall hafði hann horft upp á menn, sem kölluðu sig kristna, myrða föður hans og ættmenn. Kirkjusagnfræðingar segja að Júlíanus hafi hvatt Gyðinga til að endurreisa musterið í þeirri trú að þar með myndi sannast að Jesús hefði verið falsspámaður. *

Enginn vafi leikur á að Júlíanus ætlaði að endurreisa musterið. Sagnfræðingar deila hins vegar um það hvort hann hafi hafið verkið og hvers vegna því hafi verið hætt ef svo var. Eitt vitum við þó. Júlíanus féll tveim árum eftir að hann komst til valda og tók áform sín með sér í gröfina.

Musterið eins og það kann að hafa litið út á dögum Jesú. Undir sést í svæðið eins og það er núna.

^ gr. 5 Jesús sagði ekki að musterið yrði aldrei endurreist heldur að það yrði eyðilagt eins og gerðist árið 70.