Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 FORSÍÐUEFNI | HVER ER BESTA GJÖFIN?

„Þetta er langbesta gjöf sem ég hef fengið!“

„Þetta er langbesta gjöf sem ég hef fengið!“

Þetta sagði 13 ára stelpa þegar hún fékk lítinn hvolp að gjöf. Farsæl kaupsýslukona sagði að tölva, sem faðir hennar færði henni að gjöf þegar hún var í framhaldsskóla, hafi gerbreytt lífi hennar. Og nýgiftur maður sagði að fallegt kort, sem eiginkonan bjó til og gaf honum á fyrsta brúðkaupsafmælinu þeirra, væri verðmætasta gjöf sem hann hafi fengið.

Á ári hverju leggur fólk mikið á sig við að finna „bestu“ gjafirnar til að gefa vinum eða ættingjum við sérstök tækifæri. Og flestir yrðu glaðir ef þeir fengju svipuð viðbrögð og minnst var á hér að ofan. Hvað um þig? Langar þig að gefa gjafir sem eru vel metnar eða fá gjafir sem þú ert virkilega þakklátur fyrir?

Þú myndir án efa vilja það, ekki einungis vegna þess hvaða áhrif góð gjöf getur haft á viðtakandann heldur einnig vegna þess hversu ánægjulegt það er að gefa. Í Biblíunni segir: „Sælla er að gefa en þiggja.“ (Postulasagan 20:35) Og ánægjan er enn meiri ef gjöfin er mikils metin af viðtakandanum.

Hvernig geturðu gefið gjöf sem gleður bæði þig og viðtakandann? Og hvernig geturðu tryggt að gjöf þín gleðji þann sem fær hana þó að þú getir kannski ekki gefið bestu gjöf sem hugsast getur?