Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 FORSÍÐUEFNI | ENGLAR – ERU ÞEIR TIL? HVERS VEGNA SKIPTIR ÞAÐ MÁLI?

Áttu þér verndarengil?

Áttu þér verndarengil?

Biblían kennir ekki að allir eigi sér verndarengil. Að vísu sagði Jesús eitt sinn: „Varist að forsmá nokkurn þessara smælingja [lærisveina Jesú]. Ég segi yður að englar þeirra á himnum njóta jafnan návistar míns himneska föður.“ (Matteus 18:10) Jesús var ekki að gefa í skyn að hver og einn ætti sér verndarengil heldur einfaldlega að segja að englar láti sér annt um hvern og einn fylgjenda hans. Trúir þjónar Guðs taka þess vegna ekki óþarfa áhættur og hugsa með sér að englar Guðs hljóti að vernda þá.

Þetta merkir þó ekki að englar hjálpi mönnum aldrei. (Sálmur 91:11) Sumir eru sannfærðir um að Guð hafi sent engil til að leiðbeina þeim og vernda. Einn þeirra er Kenneth sem minnst var á í upphafsgreininni. Þó að við getum ekki slegið því föstu má vel vera að hann hafi rétt fyrir sér. Vottar Jehóva sjá oft merki um íhlutun englanna þegar þeir boða trúna. En við sjáum ekki englana og getum þess vegna ekki sagt með vissu að hve miklu leyti Guð notar þá til að hjálpa mönnum í einstökum málum. Það er samt alltaf viðeigandi að þakka Guði fyrir hvern þann stuðning sem hann kann að hafa gefið okkur. – Kólossubréfið 3:15; Jakobsbréfið 1:17, 18.