Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Hverju svarar Biblían?

Hverju svarar Biblían?

Eru trúarbrögð uppfinning manna?

SUMIR HALDA að trúarbrögð séu uppfinning manna en aðrir telja að Guð noti trúarbrögð til að leiða fólk til sín. Hvað heldur þú?

HVAÐ SEGIR BIBLÍAN?

Til er trú sem telst vera „hrein og flekklaus guðrækni fyrir Guði föður“. (Jakobsbréfið 1:27) Hrein og sönn trú er frá Guði komin.

FLEIRI UPPLÝSINGAR ÚR BIBLÍUNNI

  • Trú þarf að vera byggð á sannleika Biblíunnar til að hafa velþóknun Guðs. – Jóhannes 4:23, 24.

  • Trúarbrögð, sem eru byggð á hugmyndum manna, eru gagnslaus. – Markús 7:7, 8.

Er nauðsynlegt að tilheyra trúarsöfnuði?

HVAÐ MYNDIR ÞÚ SEGJA?

  • Já.

  • Nei.

  • Það fer eftir ýmsu.

HVAÐ SEGIR BIBLÍAN?

„Gefum gætur hvert að öðru og hvetjum hvert annað til kærleika og góðra verka. Vanrækið ekki safnaðarsamkomur ykkar.“ (Hebreabréfið 10:24, 25) Guð vill að þeir sem tilbiðja hann safnist saman á skipulagðan hátt.

FLEIRI UPPLÝSINGAR ÚR BIBLÍUNNI