Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Fá látnir líf á ný?

Fá látnir líf á ný?

Dauðinn snertir okkur öll. En er hann endir alls? Eru hinir látnu gleymdir fyrir fullt og allt? Eða er einhver von um að þeir fái líf á ný?

HUGLEIDDU ÞAÐ SEM BIBLÍAN SEGIR:

HINIR LÁTNU ERU EKKI GLEYMDIR

„Allir þeir sem í gröfunum eru munu ... ganga fram.“ – Jóhannes 5:28, 29.

Guð man eftir þeim sem hafa dáið. Hann reisir til lífs á ný þá sem hann geymir í minni sínu.

UPPRISAN VERÐUR Á JÖRÐINNI

„Þá von hef ég til Guðs ... að upp muni rísa bæði réttlátir og ranglátir.“ – Postulasagan 24:15.

Milljarðar manna verða reistir til lífs á ný með það fyrir augum að lifa að eilífu við friðsælar aðstæður.

UPPRISUVONIN ER ÁREIÐANLEG

„[Guð] ákveður tölu stjarnanna, nefnir þær allar með nafni.“ – Sálmur 147:4.

Guð þekkir allar stjörnurnar með nafni. Hann fer því létt með að muna eftir öllum sem hann ætlar að reisa upp frá dauðum.