Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Kynning

Kynning

ER GUÐI ANNT UM ÞIG?

Þegar hamfarir verða eða fólk þjáist og deyr veltum við kannski fyrir okkur hvort Guð taki eftir því og láti sig það varða. Í Biblíunni segir:

„Því að augu Drottins hvíla á réttlátum og eyru hans hneigjast að bænum þeirra. En auglit Drottins er gegn þeim sem illt gera.“ – 1. Pétursbréf 3:12.

Í þessu tölublaði Varðturnsins er útskýrt hvernig Guð hjálpar okkur og hvað hann gerir til að binda enda á allar þjáningar.