Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Hverju svarar Biblían?

Hverju svarar Biblían?

Mun réttlæti nokkurn tíma ríkja um allan heim?

Hvað myndir þú segja?

  • Já.

  • Nei.

  • Kannski.

Hvað segir Biblían?

„Ég veit að Drottinn flytur mál hins umkomulausa, rekur réttar snauðra.“ (Sálmur 140:13) Ríki Guðs kemur á réttlæti fyrir alla menn.

Fleiri upplýsingar úr Biblíunni

  • Guð tekur eftir óréttlætinu í heiminum og hann mun laga ástandið. – Prédikarinn 5:7.

  • Guð kemur á réttlæti sem veitir frið og öryggi um allan heim. – Jesaja 32:16-18.

Gerir Guð upp á milli manna?

Sumir segja að Guð blessi eða fordæmi ákveðna hópa fólks en aðrir telja að hann komi eins fram við alla. Hvað heldur þú?

Hvað segir Biblían?

„Guð fer ekki í manngreinarálit. Hann tekur opnum örmum hverjum þeim sem óttast hann og ástundar réttlæti, hverrar þjóðar sem er.“ (Postulasagan 10:34, 35) Allir menn eru jafnir fyrir Guði.

Fleiri upplýsingar úr Biblíunni?

  • Í Biblíunni er að finna „fagnaðarboðskap“ handa „sérhverri þjóð og kynkvísl, tungu og lýð“. – Opinberunarbókin 14:6.