Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Nafn Guðs í fornu biblíuhandriti.

Hverju svarar Biblían?

Hverju svarar Biblían?

Á Guð sér nafn?

SUMIR SEGJA að hann eigi sér ekkert nafn. Aðrir segja að hann heiti Guð eða Drottinn eða eigi sér mörg nöfn. Hvað heldur þú?

HVAÐ SEGIR BIBLÍAN?

„Ég birtist Abraham, Ísak og Jakobi sem almáttugur Guð en undir nafninu Jahve [eða Jehóva] opinberaði ég mig ekki.“ – 2. Mósebók 6:3, neðanmáls.

FLEIRI UPPLÝSINGAR ÚR BIBLÍUNNI

  • Guð ber marga titla en hann hefur aðeins gefið sjálfum sér eitt nafn. – 2. Mósebók 3:15.

  • Guð er ekki leyndardómur. Hann vill að við kynnumst sér. – Postulasagan 17:27.

  • Til að eignast vináttusamband við Guð þurfum við að vita hvað hann heitir. – Jakobsbréfið 4:8.

Er rangt að nota nafn Guðs?

HVAÐ MYNDIR ÞÚ SEGJA?

  • Já.

  • Nei.

  • Það fer eftir aðstæðum.

HVAÐ SEGIR BIBLÍAN?

„Þú skalt ekki leggja nafn Drottins, Guðs þíns, við hégóma.“ (2. Mósebók 20:7) Það er aðeins rangt að nefna nafn Guðs ef það er gert í virðingarleysi. – Jeremía 29:9.

FLEIRI UPPLÝSINGAR ÚR BIBLÍUNNI

  • Jesús þekkti nafn Guðs og notaði það. – Jóhannes 17:25, 26.

  • Guð býður okkur að ávarpa sig með nafni. – Sálmur 105:1.

  • Óvinir Guðs reyna að fá fólk til að gleyma nafni hans. – Jeremía 23:27.