Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Hverju svarar Biblían?

Hverju svarar Biblían?

Hver eða hvað er djöfullinn?

MYNDIR ÞÚ SEGJA að djöfullinn sé ...

  • andavera?

  • hið slæma í manninum?

  • hugarsmíð manna?

HVAÐ SEGIR BIBLÍAN?

Djöfullinn talaði við Jesú og freistaði hans. (Matteus 4:1-4) Þannig má sjá að djöfulinn er hvorki ímyndun né hið slæma í manninum. Hann er ill andavera.

FLEIRI UPPLÝSINGAR ÚR BIBLÍUNNI

  • Djöfullinn var í upphafi heilagur engill en „var ekki staðfastur í sannleikanum“. (Jóhannes 8:44, Biblían 1859) Hann varð lygari og gerði uppreisn gegn Guði.

  • Aðrir englar sameinuðust Satan í uppreisninni. – Opinberunarbókin 12:9.

  • Djöfullinn blindar marga fyrir tilvist sinni. – 2. Korintubréf 4:4.

Getur djöfullinn stjórnað fólki?

SUMIR SEGJA að það sé hrein blekking að djöfullinn geti stjórnað fólki meðan aðrir óttast að verða andsetnir. Hver er þín skoðun?

HVAÐ SEGIR BIBLÍAN?

„Allur heimurinn er á valdi hins vonda.“ (1. Jóhannesarbréf 5:19) Djöfullinn stjórnar ekki öllum einstaklingum en hefur heilmikil áhrif á mannkynið.

FLEIRI UPPLÝSINGAR ÚR BIBLÍUNNI