Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 FORSÍÐUEFNI | AÐ HAFA SEM MEST GAGN AF BIBLÍULESTRI

Hvernig geturðu notið góðs af Biblíunni?

Hvernig geturðu notið góðs af Biblíunni?

Biblían er engin venjuleg bók. Í henni eru ráðleggingar frá skaparanum. (2. Tímóteusarbréf 3:16) Boðskapur hennar getur haft mikil áhrif á líf okkar. Biblían segir sjálf: „Orð Guðs er lifandi og kröftugt.“ (Hebreabréfið 4:12) Orð Guðs býr yfir krafti til að bæta líf okkar aðallega á tvo vegu – hún leiðbeinir okkur í daglegu lífi og gerir okkur mögulegt að kynnast Guði og loforðum hans. – 1. Tímóteusarbréf 4:8; Jakobsbréfið 4:8.

Til gagns í daglegu lífi. Biblían getur verið okkur til góðs í persónulegum málum. Hún gefur okkur ráðleggingar um eftirfarandi:

Ung hjón í Asíu mátu mikils ráð Biblíunnar. Eins og algengt er með nýgift hjón áttu þau í basli með að aðlagast hvort öðru og að eiga opin tjáskipti. En þau fóru eftir því sem þau lásu í Biblíunni. Hver var árangurinn? Eiginmaðurinn, Vicent, segir: „Það sem ég las í Biblíunni hjálpaði mér að takast á við erfiðleikana í hjónabandinu á hlýlegan hátt. Við erum hamingjusöm vegna þess að við fylgjum Biblíunni.“ Annalou, konan hans, er á sama máli: „Að lesa frásögur af fólki í Biblíunni hjálpaði okkur. Núna er ég hamingjusöm og ánægð með sameiginleg markmið okkar.“

Að kynnast Guði. Vicent nefnir annað gagn sem hann hafði af biblíulestri: „Eftir að ég fór að lesa í Biblíunni finnst mér ég nánari Jehóva Guði en nokkru sinni fyrr.“ Þarna bendir hann á mikilvægt atriði – þú getur kynnst Guði í gegnum Biblíuna. Með því nýturðu ekki aðeins gagns af ráðum hans heldur geturðu eignast hann að vini. Og þú fræðist um það sem hann segir okkur um bjarta framtíð þar sem við getum notið ,hins sanna lífs‘ – að eilífu. (1. Tímóteusarbréf 6:19) Biblían er sannarlega einstök bók.

Þú getur líka notið gagns af biblíulestri ef þú byrjar að lesa í henni og gefst ekki upp. Þú getur haft gagn af því í daglegu lífi og fengið að kynnst Guði. En það koma eflaust upp í hugann ótal spurningar þegar þú ferð að lesa í Biblíunni. Þá skaltu hafa í huga frásöguna af eþíópískum embættismanni sem var uppi fyrir 2.000 árum. Hann var með margar spurningar um Biblíuna. Þegar hann var spurður að því hvort hann skildi það sem hann var að lesa, svaraði hann: „Hvernig ætti ég að geta það ef enginn leiðbeinir mér?“ * Hann þáði fúslega aðstoð Filippusar sem var lærisveinn Jesú og fær biblíukennari á fyrstu öld. (Postulasagan 8:30, 31, 34) Langar þig líka til að fræðast meira um Biblíuna? Þá hvetjum við þig til að senda inn beiðni á www.jw.org/is eða á póstfangið fremst í þessu blaði. Þér er líka velkomið að hafa samband við votta Jehóva þar sem þú býrð eða koma í ríkissal þeirra. Við hvetjum þig til að taka fram Biblíuna strax í dag og láta hana leiða þig til betra lífs.

Ef þú veltir fyrir þér hvort hægt sé að treysta Biblíunni hvetjum við þig til að horfa á myndskeiðið Hvernig getum við verið viss um að Biblían sé áreiðanleg? Þú finnur það á jw.org/is undir ÚTGÁFA > MYNDBÖND > BIBLÍAN.

^ gr. 8 Fleiri dæmi um hagnýt ráð Biblíunnar má finna á vefsíðunni jw.org/is. Sjá BIBLÍAN OG LÍFIÐ > BIBLÍUSPURNINGAR.

^ gr. 11 Sjá einnig greinina „Er þetta bara minni háttar misskilningur?“ í þessu blaði.