Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 FORSÍÐUEFNI | AÐ HAFA SEM MEST GAGN AF BIBLÍULESTRI

Af hverju ættirðu að lesa Biblíuna?

Af hverju ættirðu að lesa Biblíuna?

„Ég hélt að það yrði mjög erfitt að skilja Biblíuna.“ – Jovy.

„Ég hélt að það yrði leiðinlegt.“ – Queennie.

„Mig langaði ekki lengur til að lesa Biblíuna þegar ég sá hvað hún var þykk.“ – Ezekiel.

Hefur þig einhvern tíma langað til að lesa Biblíuna en látið tilfinningar eins og þessar stoppa þig? Mörgum hrýs hugur við að lesa í Biblíunni. En hvað ef þú kæmist að því að hægt væri að eignast ánægjulegra og innihaldsríkara líf með því að lesa hana? Eða að hægt væri að gera biblíulestur áhugaverðan? Værirðu þá til í að skoða hvað Biblían hefur upp á að bjóða?

Veltu fyrir þér athugasemdum nokkurra einstaklinga sem byrjuðu að lesa í Biblíunni og komust að raun um að það er gefandi.

Rúmlega tvítugur maður að nafni Ezekiel segir: „Áður fyrr var ég eins og bílstjóri sem ekur um stefnulaust. En ég hef fundið tilgang í lífinu með því að lesa í Biblíunni. Í henni eru hagnýt ráð sem ég get notað daglega.“

Frieda, sem er einnig á þrítugsaldri, segir: „Áður fyrr var ég uppstökk en með því að lesa í Biblíunni hef ég lært að hemja skapið. Núna er miklu auðveldara að umgangast mig og ég á fleiri vini.“

Eunice er á sextugsaldri. Hún segir um Biblíuna: „Hún gerir mig að betri manneskju og hjálpar mér að leggja af miður góða siði.“

Þessir einstaklingar og fjöldi annarra sem lesa í Biblíunni hafa kynnst því af eigin raun að biblíulestur getur gert lífið ánægjulegra. (Jesaja 48:17, 18) Meðal annars getur biblíulestur hjálpað manni að (1) taka skynsamlegar ákvarðanir, (2) eignast sanna vini, (3) takast á við álag og síðast en ekki síst (4) kynnast sannleikanum um Guð. Ráðleggingar Biblíunnar eru frá Guði og þess vegna er það okkur alltaf til góðs að fylgja þeim. Guð gefur aldrei slæm ráð.

Mestu máli skiptir að byrja að lesa í Biblíunni. Hvað getur hjálpað þér að byrja að lesa hana – og að njóta þess?