Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Njótum góðs af handleiðslu Jehóva

Njótum góðs af handleiðslu Jehóva

PÓLSK SYSTIR TÓK VITURLEGA ÁKVÖRÐUN

„ÉG VAR 15 ára þegar ég lét skírast og hálfu ári síðar byrjaði ég að starfa sem aðstoðarbrautryðjandi. Að ári liðnu sótti ég um brautryðjandastarf. Þegar ég útskrifaðist úr framhaldsskóla bauð ég mig fram til að starfa þar sem þörf var á fleiri boðberum. Mig langaði til að flytja úr heimabæ mínum og frá ömmu minni sem ég bjó hjá. Hún var ekki vottur Jehóva. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum þegar farandhirðirinn sagði að ég ætti að starfa í heimabænum þar sem ég var fædd og uppalin. Ég reyndi að láta hann ekki sjá hvernig mér leið. Ég gekk niðurlút í burtu og hugsaði um það sem hann hafði sagt. Ég sagði brautryðjandafélaga mínum: ,Ég held ég sé farin að láta eins og Jónas. En á endanum fór hann samt til Níníve. Ég ætla líka að starfa þar sem ég er beðin um.‘

Ég er búin að vera brautryðjandi í heimabæ mínum í fjögur ár. Ég sé núna að það var mjög viturlegt að fylgja handleiðslu Jehóva. Neikvæðni mín hafði verið stærsta vandamálið. Núna nýt ég starfsins. Í einum mánuði var ég með 24 biblíunámskeið. Ég þakka Jehóva að ég gat meira að segja leiðbeint ömmu minni við biblíunám en hún hafði verið á móti sannleikanum.“

ÓVÆNT BLESSUN FYRIR BIBLÍUNEMANDA Á FÍDJÍ

Biblíunemandi á Fídjí þurfti að velja milli þess að fara á mót Votta Jehóva eða fara með eiginmanni sínum í afmæli til ættingja. Hann var samþykkur því að hún færi á mótið. Hún sagðist svo geta komið í veisluna eftir dagskrána. Þegar hún kom heim eftir mótið fannst henni þó að það væri betra fyrir hana að fara ekki. Hún vildi ekki koma sér í aðstæður sem myndu hafa neikvæð áhrif á samband hennar við Jehóva þannig að hún fór ekki.

Þegar maðurinn hennar sagði ættingjunum að hann hefði beðið konuna sína að koma eftir „vottasamkomuna“ sögðu þeir: „Hún kemur ekki. Vottar Jehóva halda ekki upp á afmæli.“ *

Eiginmaðurinn var mjög stoltur yfir því að konan hans hafði tekið ákvörðun í samræmi við trú sína og samvisku. Vegna trúfesti sinnar fékk hún seinna tækifæri til að vitna fyrir honum og öðrum. Hvað kom út úr því? Eiginmaðurinn vildi kynna sér Biblíuna og byrjaði að sækja samkomur með konunni sinni.

^ gr. 7 Sjá „Spurningar frá lesendum“ í Varðturninum 15. desember 2001 á ensku.