VARÐTURNINN – NÁMSÚTGÁFA Nóvember 2018

Í þessu blaði eru námsgreinar fyrir tímabilið 31. desember 2018 til 3. febrúar 2019.

„Kauptu sannleika, og seldu hann ekki“

Hvað þýðir það að kaupa sannleika? Og hvernig getum við haldið fast í hann þegar við höfum eignast hann?

,Ég geng í sannleika þínum‘

Hvernig getum við orðið enn ákveðnari í að halda fast í þann dýrmæta sannleika sem Jehóva hefur kennt okkur?

Treystum á Jehóva og lifum

Bók Habakkuks fullvissar okkur um að við getum öðlast innri frið og varðveitt hann þrátt fyrir erfiðleika.

Hver mótar hugarfar þitt?

Hvernig geturðu látið Jehóva móta hugarfar þitt frekar en menn?

Tileinkarðu þér hugarfar Jehóva?

Hvað þýðir það að láta „umbreytast með hinu nýja hugarfari“ og hvernig gerum við það?

Gæska – eiginleiki sem birtist í orði og verki

Gæska er hluti af ávexti heilags anda Guðs. Hvernig getum við þroskað með okkur þennan fallega eiginleika?

Spurningar frá lesendum

Um hvaða velgjörðamenn var Jesús að tala kvöldið fyrir dauða sinn og hvers vegna fengu þeir þessa nafnbót?

Hvað getum við gefið Jehóva?

Hverjar eru ‚eigurnar‘ sem nefndar eru í Orðskviðunum 3:9 og hvernig getum við notað þær til að efla sanna tilbeiðslu?