Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

,Það skalt þú fá í hendur trúum mönnum‘

,Það skalt þú fá í hendur trúum mönnum‘

,Það skalt þú fá í hendur trúum mönnum sem líka munu færir um að kenna öðrum.‘ – 2. TÍM. 2:2.

SÖNGVAR: 123, 53

1, 2. Hvernig líta margir á starf sitt?

FÓLK metur oft sjálft sig eftir því við hvað það vinnur. Sjálfsmynd margra byggist á stöðu þeirra eða starfi. Í sumum menningarsamfélögum er eitt það fyrsta sem fólk spyr þegar það kynnist einhverjum: „Við hvað vinnurðu?“

2 Í Biblíunni er fólki stundum lýst með því að tilgreina við hvað það starfaði. Hún talar um ,Matteus tollheimtumann‘, ,Símon sútara‘ og ,Lúkas, lækninn elskaða‘. (Matt. 10:3; Post. 10:6; Kól. 4:14) Annað sem einkenndi fólk var verkefni þess í þjónustunni við Jehóva. Við lesum um Davíð konung, Elía spámann og Pál postula. Þeir mátu mikils verkefnin sem Jehóva fól þeim. Ef við höfum verkefni í söfnuðinum ættum við sömuleiðis að meta þau mikils.

3. Hvers vegna er þörf á að eldri bræður þjálfi hina yngri? (Sjá mynd í upphafi greinar.)

3 Mörg okkar hafa yndi af verkefnum sínum og vildu helst halda endalaust áfram að sinna þeim. En allt frá dögum Adams eldist því miður hver kynslóð og önnur kemur í staðinn. (Préd. 1:4) Þetta hefur haft áskoranir í för með sér fyrir þjóna  Jehóva á síðari árum. Umfang og margbreytileiki starfsins hefur aukist til muna. Ný verkefni kalla á nýjar aðferðir – en þær fela oft í sér að notuð sé nýjasta tækni sem er sífellt í þróun. Sumum af eldri kynslóðinni finnst ef til vill erfitt að halda í við þessar öru breytingar. (Lúk. 5:39) Og jafnvel þótt því sé ekki þannig farið eru hinir yngri oft þróttmeiri en hinir eldri. (Orðskv. 20:29) Það er því bæði kærleiksríkt og gagnlegt að eldri bræður búi hina yngri undir að taka á sig aukna ábyrgð. – Lestu Sálm 71:18.

4. Hvers vegna er erfitt fyrir suma að fela öðrum verkefni? (Sjá rammann: „ Hvers vegna finnst sumum erfitt að fela öðrum ábyrgð?“)

4 Bræðrum í ábyrgðarstöðum finnst kannski ekki auðvelt að fela yngri bræðrum verkefni sem þeir sinna sjálfir. Sumir óttast að missa stöðu sem þeir hafa ánægju af. Sumir hafa áhyggjur af að missa stjórnina og telja að yngri bræður geti ekki sinnt verkefninu eins vel og þeir. Öðrum finnst þeir ekki hafa tíma til að þjálfa aðra. Þeir sem yngri eru verða hins vegar að gæta þess að verða ekki óþreyjufullir ef þeir fá ekki meira að gera.

5. Um hvaða spurningar er rætt í þessari grein?

5 Skoðum tvær hliðar á þessu máli. Í fyrsta lagi, hvernig geta eldri bræður hjálpað hinum yngri að taka á sig aukna ábyrgð og hvers vegna er það mikilvægt? (2. Tím. 2:2) Og í öðru lagi, hvers vegna er mikilvægt að yngri bræður hafi rétt viðhorf þegar þeir aðstoða reyndari bræður og læra af þeim? Byrjum á því að kanna hvernig Davíð konungur bjó son sinn undir að taka á sig mikla ábyrgð.

DAVÍÐ UNDIRBJÓ SALÓMON OG STUDDI HANN

6. Hvað vildi Davíð konungur gera en hvernig svaraði Jehóva?

6 Davíð hafði verið á flótta árum saman en varð síðan konungur og bjó í þægilegu húsi. Hann var miður sín yfir því að ekki væri til „hús“ eða musteri helgað Jehóva. Hann vildi því reisa honum musteri og sagði við spámanninn Natan:  „Nú bý ég í húsi úr sedrusviði en sáttmálsörk Drottins er undir tjalddúk.“ Natan svaraði: „Gerðu það sem þú hefur í huga því að Guð er með þér.“ En Jehóva var á öðru máli. Hann sagði Natan að segja við Davíð: „Það ert ekki þú sem átt að byggja handa mér húsið sem ég mun búa í.“ Þó að Jehóva sannfærði Davíð um að hann myndi blessa hann áfram gaf hann fyrirmæli um að Salómon, sonur hans, skyldi reisa musterið. Hvernig brást Davíð við? – 1. Kron. 17:1-4, 8, 11, 12; 29:1.

7. Hvernig brást Davíð við fyrirmælum Jehóva?

7 Davíð hélt ekki aftur af sér við að styðja byggingu musterisins og gramdist ekki að einhver annar fengi heiðurinn af byggingu þess. Raunin er sú að musterið varð þekkt sem musteri Salómons, ekki Davíðs. Davíð studdi framkvæmdirnar af heilum hug þótt hann hafi ef til vill verið vonsvikinn yfir því að fá ekki óskir sínar uppfylltar. Hann skipulagði vinnu verkamanna og safnaði járni, eir, silfri og gulli ásamt sedrusviði. Auk þess hvatti hann Salómon og sagði: „Sonur minn. Nú sé Drottinn með þér svo að þér megi takast að reisa hús Drottins, Guðs þíns, eins og hann hefur sagt um þig að þú munir gera.“ – 1. Kron. 22:11, 14-16.

8. Hvers vegna gæti Davíð hafa fundist Salómon vera óhæfur til að reisa musterið, en hvað gerði hann?

8 Lestu 1. Kroníkubók 22:5Davíð hefði getað fundist Salómon vera óhæfur til að hafa umsjón með svona mikilvægu verki. Musterið átti vissulega að vera „mikið og stórfenglegt“ og Salómon var „ungur og óreyndur“ á þeim tíma. En Davíð vissi að Jehóva myndi gera Salómon hæfan til að inna þetta sérstaka verk af hendi. Davíð einbeitti sér þess vegna að því sem hann gat gert til að verða að liði og viðaði að miklum efniviði til verksins.

HAFÐU ÁNÆGJU AF AÐ ÞJÁLFA AÐRA

Það er ánægjulegt að sjá yngri bræður taka á sig aukna ábyrgð. (Sjá 9. grein.)

9. Hvernig geta eldri bræður haft ánægju af því að fá öðrum ábyrgðarverkefni? Lýstu með dæmi.

9 Eldri bræðrum ætti ekki að finnast leitt að þurfa að fá verkefni sín í hendur yngri bræðrum. Það er starfsemi safnaðarins öllu heldur til framdráttar þegar yngri bræður eru þjálfaðir til að sinna ábyrgðarstörfum. Það ætti að vera bræðrum í ábyrgðarstöðum mikið gleðiefni þegar yngri bræður, sem þeir hafa þjálfað, verða hæfir til að taka við verkefnunum. Lýsum þessu með dæmi. Hugsum okkur föður sem kennir syni sínum að keyra bíl. Þegar sonurinn er enn á unga aldri fylgist hann bara með föður sínum. Þegar hann er orðinn eldri útskýrir faðirinn fyrir honum hvað hann er að gera. Seinna meir, þegar drengurinn hefur aldur til, byrjar hann að keyra bílinn undir leiðsögn föður síns. Stundum skiptast þeir á að keyra en þegar fram líða stundir sér sonurinn kannski  oftast, jafnvel alltaf, um að keyra fyrir roskinn föður sinn. Góður faðir er ánægður þegar hann fylgist með syni sínum taka við af honum og honum finnst hann ekki þurfa að stjórna öllu. Á svipaðan hátt fyllast eldri bræður stolti þegar þeir hafa þjálfað yngri bræður til að taka á sig ábyrgð í söfnuðinum.

10. Hvernig leit Móse á upphefð og vald?

10 Þeir sem eldri eru verða að gæta þess að verða ekki öfundsjúkir. Tökum eftir hvernig Móse brást við þegar sumir í búðum Ísraelsmanna fóru að hegða sér eins og spámenn. (Lestu 4. Mósebók 11:24-29.) Jósúa, aðstoðarmaður Móse, vildi halda aftur af þeim. Honum fannst þeir greinilega skyggja á vald og stöðu Móse. En Móse sagði: „Ertu afbrýðisamur mín vegna? Ég vildi að öll þjóð Drottins væri spámenn og að Drottinn legði anda sinn yfir hana.“ Móse sá hönd Jehóva að verki. Hann reyndi ekki að fá heiður sjálfur heldur sagðist óska þess að allir þjónar Jehóva hlytu sömu andlegu gjafir. Finnst okkur ekki líka ánægjulegt þegar aðrir fá verkefni sem við hefðum annars getað fengið?

11. Hvað sagði bróðir nokkur um það að láta af verkefni sínu?

11 Nú á dögum höfum við fjölmörg dæmi um bræður sem hafa lagt hart að sér áratugum saman og búið aðra undir að taka á sig aukna ábyrgð. Peter er einn þeirra. Hann þjónaði í fullu starfi í meira en 74 ár, þar af 35 ár við deildarskrifstofu í Evrópu. Þar til nýverið var hann umsjónarmaður þjónustudeildarinnar. Ungur bróðir að nafni Paul, sem hafði unnið við hlið Peters um töluverðan tíma, gegnir nú því starfi. Þegar Peter var spurður hvað honum fannst um þessar breytingar svaraði hann: „Ég er svo ánægður að það skuli vera til bræður sem hafa fengið þjálfun til að taka á sig aukna ábyrgð og sinna verkinu svona vel.“

METUM AÐ VERÐLEIKUM ELDRI BRÆÐUR Á MEÐAL OKKAR

12. Hvað getum við lært af frásögu Biblíunnar af Rehabeam?

12 Eftir að Salómon dó varð Rehabeam, sonur hans, konungur. Þegar Rehabeam þurfti ráðleggingar um hvernig hann ætti að sinna störfum sínum leitaði hann fyrst til gömlu mannanna. En hann hunsaði ráð þeirra og fór þess í stað að ráðum ungu mannanna sem hann hafði alist upp með og voru nú í þjónustu hans. Það hafði skelfilegar afleiðingar. (2. Kron. 10:6-11, 19) Hvað lærum við af þessu? Það er skynsamlegt að leita ráða þeirra sem eru eldri og reyndari. Þó að yngri bræðrum ætti ekki að finnast þeir tilneyddir að gera hlutina eins og þeir hafa alltaf verið gerðir ættu þeir ekki að vera fljótir að hunsa ráð hinna eldri.

13. Hvernig ættu yngri bræður að hugsa um samstarf við hina eldri?

13 Sumir þeirra sem yngri eru hafa nú ef til vill umsjón með störfum eldri bræðra. Þó að hinir yngri hafi nýju hlutverki að gegna ættu þeir að nýta sér visku og reynslu hinna eldri áður en þeir taka ákvarðanir. Paul, sem minnst var á áðan, sagði eftir að hann tók við af Peter sem umsjónarmaður deildar á Betel: „Ég tók mér tíma til að leita ráða hjá Peter og hvatti aðra í deildinni til að gera það líka.“

14. Hvað lærum við af samstarfi Tímóteusar og Páls postula?

14 Hinn ungi Tímóteus vann með Páli postula í mörg ár. (Lestu Filippíbréfið  2:20-22.) Páll hafði skrifað Korintumönnum: „Ég [sendi] Tímóteus til ykkar sem er elskað og trútt barn mitt í samfélagi við Drottin. Hann mun minna ykkur á hvernig ég þjóna Kristi og hvernig ég kenni alls staðar í hverjum söfnuði.“ (1. Kor. 4:17) Af þessu sjáum við greinilega að Páll og Tímóteus unnu náið saman. Páll hafði tekið sér tíma til að kenna Tímóteusi ,hvernig hann þjónaði Kristi‘. Tímóteus var góður nemandi og Páli þótti vænt um hann. Páll var fullviss um að Tímóteus gæti séð fyrir andlegum þörfum bræðra og systra í Korintu. Hann er góð fyrirmynd fyrir öldunga nú á tímum þegar þeir þjálfa aðra til að taka forystuna í söfnuðinum.

VIÐ HÖFUM ÖLL HLUTVERKI AÐ GEGNA

15. Hvernig geta ráð Páls til kristinna manna í Róm hjálpað okkur að takast á við breytingar?

15 Við lifum á spennandi tímum. Jarðneskur hluti safnaðar Jehóva vex og þroskast á mörgum sviðum en þessi vöxtur kallar á breytingar. Sumar af þessum breytingum snerta okkur beint og við þurfum því að vera auðmjúk og einbeita okkur að vilja Jehóva framar okkar eigin. Þannig stuðlum við að einingu. Páll skrifaði kristnum mönnum í Róm: „Ég [segi] ykkur öllum: Enginn hugsi hærra um sjálfan sig en hugsa ber heldur í réttu hófi, og hver og einn haldi sér við þann mæli trúar sem Guð hefur úthlutað honum. Við höfum á einum líkama marga limi en limirnir hafa ekki allir sama starfa. Eins erum við, þótt mörg séum, einn líkami í Kristi en hvert um sig annars limir.“ – Rómv. 12:3-5.

16. Hvað geta eldri bræður og yngri gert til að viðhalda friði og einingu í söfnuði Jehóva og hvað geta eiginkonur þeirra gert?

16 Við skulum öll styðja starf Guðsríkis með ráðum og dáð, sama hverjar aðstæður okkar eru. Þið sem eldri eruð, búið hina yngri undir að vinna þau verk sem þið vinnið nú. Þið sem yngri eruð, verið fúsir til að taka á ykkur ábyrgð, verið hógværir og berið virðingu fyrir þeim sem eldri eru. Og þið eiginkonur, líkið eftir Priskillu, eiginkonu Akvílasar, sem fylgdi Akvílasi og studdi hann trúfastlega þegar aðstæður þeirra breyttust. – Post. 18:2.

17. Hvaða traust bar Jesús til lærisveina sinna og undir hvað bjó hann þá?

17 Jesús er besta fyrirmyndin í að þjálfa aðra til að taka á sig aukna ábyrgð. Hann vissi að þjónusta sín á jörð tæki enda og að aðrir myndu halda verki hans áfram. Hann bar traust til lærisveina sinna þó að þeir væru ófullkomnir og sagði þeim að þeir myndu gera meiri verk en hann sjálfur. (Jóh. 14:12) Hann þjálfaði þá vel og þeim tókst að boða fagnaðarerindið um allan þann heim sem þá var þekktur. – Kól. 1:23.

18. Hvað bíður okkar og hvað getum við gert núna?

18 Eftir að Jesús hafði fært líf sitt að fórn var hann reistur upp til himna þar sem honum voru falin fleiri verkefni ásamt valdi „ofar hverri tign og valdi og mætti, ofar öllum herradómi“. (Ef. 1:19-21) Ef við deyjum sem trúfastir þjónar Jehóva fyrir Harmagedón verðum við reist upp í réttlátum nýjum heimi þar sem fjölmörg ánægjuleg verkefni bíða okkar. En öll höfum við líka ákaflega mikilvægt verk að vinna núna – að boða fagnaðarerindið og gera fólk að lærisveinum. Megum við öll, hvort sem við erum ung eða gömul, vera „síauðug í verki Drottins“. – 1. Kor. 15:58.