VARÐTURNINN – NÁMSÚTGÁFA Júní 2019

Í þessu blaði eru námsgreinar fyrir tímabilið 5. ágúst–1. september 2019.

„Gætið þess að láta engan hertaka ykkur“

Satan er snillingur í að blekkja fólk. Hvernig reynir hann að hafa áhrif á okkur og snúa okkur gegn Jehóva?

Brjóttu niður allt sem stendur gegn þekkingunni á Guði

Uppruni okkar, menning og menntun hefur áhrif á það hvernig við hugsum. Hvernig getum við upprætt röng viðhorf sem hafa fest rætur í huganum?

Reiddu þig á Jehóva þegar þú ert undir álagi

Við getum orðið fyrir líkamlegum og tilfinningalegum skaða ef við erum undir miklu álagi eða undir álagi í langan tíma. Við getum lært margt af því að skoða hvernig Jehóva hjálpaði þjónum sínum til forna að rísa undir álagi.

Hjálpum öðrum að rísa undir álagi

Lot, Job og Naomí þjónuðu Jehóva trúföst. Samt þurftu þau að þola álag og erfiðleika. Hvað getum við lært af reynslu þeirra?

Leitaðu verndar gegn gildru Satans

Klám hefur veitt marga þjóna Guðs í gildru. Hvernig getum við forðast þennan óhreina sið?

Fornri bókrollu „rúllað út“

Árið 1970 fundu fornleifafræðingar brennda bókrollu við Engedí í Ísrael. Með hjálp þrívíddarskanna var hægt að „rúlla út“ bókrollunni. Hvað kom í ljós þegar búið var að skanna bókrolluna?