Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Manstu?

Manstu?

Hefurðu lesið nýjustu tölublöð Varðturnsins vandlega? Reyndu þá að svara eftirfarandi spurningum:

Hvað ættu bræður, svo sem farandhirðar og safnaðaröldungar, að gera þegar þeir fá leiðbeiningar frá hinu stjórnandi ráði?

Þeir ættu að fara tafarlaust eftir leiðbeiningunum. Þeir geta spurt sig: Stuðla ég að því að trú annarra styrkist? Fylgi ég leiðbeiningum óhikað og styð þær? – w16.11, bls. 11.

Hvenær voru sannkristnir menn hnepptir í babýlonska ánauð?

Það gerðist skömmu eftir að postularnir dóu. Þá var prestastétt tekin að myndast. Kirkja og ríki ýttu undir fráhvarfskristni og reyndu að þagga niður í sannkristnum mönnum. En hinir andasmurðu byrjuðu að slíta af sér fjötrana á áratugunum fyrir 1914. – w16.11, bls. 23-25.

Hvers vegna var verk Jacques Lefèvre d’Étaples þýðingarmikið?

Á þriðja áratug 16. aldar þýddi Lefèvre Biblíuna á frönsku til að gera hana aðgengilega alþýðufólki. Biblíuskýringar hans höfðu áhrif á Martein Lúter, William Tyndale og Jóhann Kalvín. – wp16.6, bls. 10-12.

Hver er munurinn á að ,hafa hugann við það sem holdið krefst‘ og að ,hafa hugann við það sem andinn vill‘? (Rómv. 8:6)

Sá sem gerir hið fyrrnefnda lætur langanir sínar og hneigðir stjórna huga sínum og gerðum, talar stöðugt um og dásamar það sem holdið krefst. Sá sem gerir hið síðarnefnda lætur líf sitt snúast um Guð og það sem hann vill. Kristnir menn, sem gera það, leyfa heilögum anda að stýra sér. Hið fyrra leiðir til dauða en hið síðara veitir líf og frið. – w16.12, bls. 15-17.

Hvað er hægt að gera til að draga úr áhyggjum?

Forgangsraðaðu rétt, hafðu raunhæfar væntingar, taktu frá tíma á hverjum degi til að slaka á, njóttu sköpunarverksins, hafðu kímnigáfuna í lagi, hreyfðu þig reglulega og fáðu nægan svefn. – w16.12, bls. 22-23.

,Enok var burt numinn til þess að hann skyldi ekki deyja.‘ (Hebr. 11:5) Hvernig?

Líklega sá Guð til þess að Enok dæi á sársaukalausan hátt án þess að hann gerði sér grein fyrir að hann væri að deyja. – wp17.1, bls. 12-13.

Hvers vegna skiptir enn þá máli að vera hógvær?

Að vera hógvær felur í sér að meta sjálfan sig rétt og vera meðvitaður um takmörk sín. Við þurfum að vera meðvituð um hvaða áhrif framkoma okkar hefur á aðra og við megum ekki taka sjálf okkur of alvarlega. – w17.01, bls. 18.

Hvaða sannanir eru fyrir því að Guð hafi leiðbeint hinu stjórnandi ráði á fyrstu öld líkt og hann gerir nú til dags?

Heilagur andi hjálpaði hinu stjórnandi ráði að skilja biblíuleg sannindi. Bræðurnir í ráðinu höfðu umsjón með boðuninni með aðstoð engla og þeir reiddu sig á orð Guðs þegar þeir gáfu leiðbeiningar. Hið sama er að segja um hið stjórnandi ráð nú á tímum. – w17.02, bls. 26-28.

Hvað veldur því að okkur finnst lausnarfórnin verðmæt?

Fernt hefur áhrif á það: Hver gaf hana, hvers vegna var hún gefin, hvað kostaði hún gefandann og hvaða þörf var fullnægt? Við ættum að hugleiða þessar spurningar. – wp17.2, bls. 4-6.

Ætti kristinn maður stundum að breyta fyrri ákvörðun?

Við ættum að standa við orð okkar. En stundum þarf að endurskoða ákvörðun sem hefur verið tekin. Eftir að Nínívebúar höfðu iðrast breytti Guð ákvörðun sinni. Á svipaðan hátt geta aðstæður breyst eða við fengið nýjar upplýsingar sem kalla á að við breytum ákvörðun okkar. – w17.03, bls. 16-17.

Hvers vegna er slúður hættulegt?

Það getur farið úr böndunum og gert illt verra. Það er aldrei til bóta að segja eitthvað særandi, hvort sem við höfum rétt fyrir okkur eða ekki. – w17.04, bls. 21.