Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Hvernig geturðu gert biblíunám þitt áhrifaríkara og skemmtilegra?

Hvernig geturðu gert biblíunám þitt áhrifaríkara og skemmtilegra?

JÓSÚA á erfitt verkefni fyrir höndum. Hann á að leiða Ísraelsþjóðina inn í fyrirheitna landið andspænis fjallháum hindrunum. En Jehóva stappar í hann stálinu og fullvissar hann um að honum eigi eftir að farnast vel. ,Vertu djarfur og hughraustur,‘ segir hann. ,Framfylgdu lögum mínum. Hugleiddu efni lögbókarinnar dag og nótt svo að þú getir gætt þess að fylgja nákvæmlega því sem þar er skráð, til þess að ná settu marki og þér farnist vel.‘ – Jós. 1:7, 8.

Nú eru „örðugar tíðir“ og ýmsir erfiðleikar mæta okkur. (2. Tím. 3:1) En okkur getur farnast vel, rétt eins og Jósúa, ef við förum eftir ráðunum sem Jehóva gaf honum. Við getum lesið reglulega í Biblíunni og notað meginreglur hennar til að takast á við þær áskoranir sem verða á vegi okkar.

Mörgum okkar finnst þó erfitt að setjast niður til að lesa og grúska þar sem við teljum okkur kannski ekki mikla námshesta. En biblíunám er afar mikilvægt. Í rammanum „ Prófaðu þessar tillögur“ eru nokkur góð ráð sem geta hjálpað þér að gera námið áhrifaríkara og skemmtilegra.

„Leið mig götu boða þinna,“ söng sálmaskáldið, „af henni hef ég yndi.“ (Sálm. 119:35) Þú getur haft mikla ánægju af að hugleiða orð Guðs og átt eftir að finna marga dýrmæta gimsteina þegar þú grefur eftir andlegum fjársjóðum.

Þó að við þurfum ekki að leiða heila þjóð eins og Jósúa höfum við öll vissa erfiðleika að glíma við. Fylgdu því fordæmi Jósúa með því að lesa það sem hefur verið skrifað þér til gagns og fara eftir því. Þegar þú gerir það muntu ná settu marki og þér farnast vel.