Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Spurningar frá lesendum

Spurningar frá lesendum

Segjum að ógift par verji nótt undir sama þaki án góðrar og gildrar ástæðu. Hafa þau þá drýgt synd svo að dómnefnd þurfi að taka málið fyrir?

Já, ef aðstæður afsaka ekki að þau hafi varið nóttinni saman ein er ástæða til að ætla að þau hafi gerst sek um kynferðislegt siðleysi og því ætti að mynda dómnefnd til að fjalla um málið. – 1. Kor. 6:18.

Öldungaráð safnaðarins skoðar vandlega hvert mál fyrir sig og ákveður hvort nauðsynlegt sé að skipa dómnefnd. Meðal annars þarf að taka mið af því hvort um kærustupar sé að ræða og hvort það hafi fengið tiltal áður varðandi samband sitt. Hvað varð til þess að þau vörðu nótt saman? Voru þau búin að áforma það? Höfðu þau um annað að velja eða áttu þau ekki annarra kosta völ en að verja nóttinni saman, ef til vill vegna ófyrirséðra aðstæðna eða neyðarástands? (Préd. 9:11) Hvar sváfu þau? Hvert tilvik er einstakt og því geta öldungarnir þurft að taka fleiri þætti til greina.

Eftir að hafa skoðað allar staðreyndir málsins ákveður öldungaráðið hvort skipa þurfi dómnefnd til að taka málið fyrir.