Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Manstu?

Manstu?

Geturðu svarað eftirfarandi spurningum úr efni Varðturnsins 2019?

Hvaða þýðingu hefur eftirfarandi loforð Guðs? „Ekkert vopn, sem smíðað verður gegn þér, skal reynast sigursælt.“ (Jes. 54:17)

Við getum treyst því að Guð verndi okkur gegn ,anda ofríkismanna‘. (Jes. 25:4, 5) Óvinum okkar tekst aldrei að valda okkur varanlegum skaða. –w19.01, bls. 6–7.

Hvernig sýndu samskipti Guðs við Kanverja og þrjóska Ísraelsmenn að hann er réttlátur?

Guð felldi dóm yfir þeim sem tóku þátt í óhreinum kynlífsathöfnum eða fóru illa með konur og börn. Hann blessaði þá sem voru hlýðnir og réttlátir í samskiptum við aðra. –w19.02, bls. 22–23.

Hvað ættum við að gera ef einhver sem er ekki vottur fer með bæn að okkur viðstöddum?

Við getum ákveðið að segja ekkert en þó sýna virðingu. Við myndum ekki heldur segja amen eða haldast í hendur við þá sem eru að biðja. Við getum farið með eigin bæn í hljóði. –w19.03, bls. 31.

Hversu alvarlegt er kynferðisofbeldi gegn börnum?

Kynferðisofbeldi gegn barni er synd gegn fórnarlambinu, söfnuðinum, yfirvöldum og Guði. Öldungar láta yfirvöld vita af ásökunum um kynferðisofbeldi gegn barni þar sem slík lög eru í gildi. –w19.05, bls. 9–10.

Hvernig getum við bætt okkur og endurnýjast í anda og hugsun?

Lykilatriðin eru þessi: Tölum við Jehóva í bæn. Hugleiðum hverju við þurfum að breyta í fari okkar. Veljum okkur góða vini. –w19.06, bls. 11.

Hvað getum við gert núna til að búa okkur undir ofsóknir?

Við þurfum að styrkja vináttuna við Jehóva. Treystum að hann elski okkur og að hann yfirgefi okkur aldrei. Lesum daglega í Biblíunni og biðjum reglulega. Verum sannfærð um að blessunin sem Guðsríki færir verði að veruleika. Leggjum á minnið ritningarstaði og söngva sem eru í uppáhaldi hjá okkur. –w19.07, bls. 2–4.

Hvað getum við gert til að hjálpa ættingjum okkar að frelsast?

Það er mikilvægt að við sýnum skilning, látum verkin tala og séum þolinmóð og kurteis. –w19.08, bls. 15–17.

Hvernig fáum við hvíld, eða endurnæringu, eins og Jesús lofaði í Matteusi 11:28?

Við höfum kærleiksríka umsjónarmenn, besta félagsskapinn og besta starfið. –w19.09, bls.  23.

Hvernig getur Guð gefið okkur vilja og kraft til að framkvæma? (Fil. 2:13)

Þegar við lesum í Biblíunni og hugleiðum það sem við lesum getur Guð styrkt okkur og gefið okkur löngun og kraft til að gera vilja hans. Andi hans getur styrkt þá hæfileika sem við höfum nú þegar. –w19.10, bls. 21.

Hvað þurfum við að gera áður en við tökum mikilvæga ákvörðun?

Skrefin eru fimm: Rannsakaðu málið vel. Biddu Guð um visku. Hugsaðu um hvötina að baki. Settu þér skýr markmið. Vertu raunsær. –w19.11, bls. 27–29.

Á hugmyndin um ódauðlega sál rætur sínar að rekja til þess sem Satan sagði Evu?

Svo virðist ekki vera. Satan sagði Evu að hún myndi ekki deyja. Hann sagði ekki að hún myndi bara líta út fyrir að deyja. Þegar flóðið mikla kom hurfu allar falshugmyndir. Hugmyndin um ódauðlega sál hefur líklega orðið til áður en Guð tvístraði fólkinu sem byggði Babelturninn. –w19.12, bls. 15.