HEIMUR Í UPPNÁMI
1 | Verndaðu heilsuna
HVERS VEGNA ER ÞAÐ MIKILVÆGT?
Hættuástand og hamfarir geta haft ýmist bein eða óbein áhrif á heilsufar fólks.
-
Mótlæti getur valdið streitu en langvarandi streita getur gert fólk útsett fyrir veikindum.
-
Hættuástand getur komið niður á heilbrigðiskerfinu og dregið úr aðgengi að læknisúrræðum.
-
Hamfarir hafa áhrif á fjárhag fólks og geta komið í veg fyrir að það geti borgað fyrir nauðsynjar eins og næringarríkan mat og heilbrigðisþjónustu.
Það sem þú ættir að vita
-
Alvarleg veikindi og andlegt álag getur haft áhrif á dómgreindina og valdið því að þú vanrækir hollar venjur. Afleiðingin gæti verið sú að veikindin verði alvarlegri en ella.
-
Ef heilsuvandi er hunsaður getur hann versnað og jafnvel ógnað lífi þínu.
-
Því hraustari sem þú ert því færari ertu um að taka góðar ákvarðanir mitt í glundroðanum.
-
Þú getur tekið skref sem vernda heilsuna án tillits til fjárhags þíns.
Það sem þú getur gert núna
Það er viturlegt að hugleiða hugsanlegar hættur þegar hægt er og grípa til aðgerða til að forðast þær. Þetta á líka við um heilsuna. Oft má draga úr hættunni á sjúkdómi eða á alvarleika hans með góðum hreinlætisvenjum. Forvörn er betri en lækning.
„Með því að gæta líkamlegs hreinlætis og passa upp á að hafa heimilið hreint tekst okkur að spara umtalsverð útgjöld sem fylgja læknisheimsóknum og lyfjakaupum.“ – Andreas. a
a Sumum nöfnum í þessu blaði hefur verið breytt.