HEIMUR Í UPPNÁMI
2 | Verndaðu afkomu þína
HVERS VEGNA ER ÞAÐ MIKILVÆGT?
Margir berjast við það á hverjum einasta degi að ná endum saman. Því miður getur glundroði heimsins aukið á þessa erfiðleika. Hvers vegna?
-
Samfélög í uppnámi glíma við hærra verðlag, þar með talið matarverð og húsnæðiskostnað.
-
Kreppa eykur á atvinnuleysi eða skerðir tekjur.
-
Hamfarir geta skemmt eða eyðilagt fyrirtæki fólks, heimili og aðrar eigur en það leiðir aftur til fátæktar hjá mörgum.
Það sem þú ættir að vita
-
Því betri stjórn sem þú hefur á fjármálunum því meiri líkur eru á að þú komist í gegnum kreppu.
-
Fjárhagslegt öryggi er ekki endilega varanlegt. Tekjur, sparnaður og eigur geta misst verðgildi sitt.
-
Það er margt sem ekki fæst fyrir peninga, svo sem hamingja og eining fjölskyldunnar.
Það sem þú getur gert núna
Biblían segir: „Ef við höfum mat og fatnað skulum við … láta okkur það nægja.“ – 1. Tímóteusarbréf 6:8.
Nægjusemi felur í sér að fækka löngunum okkar og vera ánægð þegar við getum uppfyllt daglegar þarfir okkar. Þetta er sérstaklega mikilvægt þegar afkoman skerðist.
Til að geta varðveitt ánægju þína geturðu þurft að aðlaga lífsstíl þinn að breyttum aðstæðum. Ef þú lifir um efni fram mun fjárhagsstaða þín aðeins versna.