HEIMUR Í UPPNÁMI
4 | Haltu í vonina
HVERS VEGNA ER ÞAÐ MIKILVÆGT?
Kvíði vegna glundroða heimsins getur tekið sinn toll bæði líkamlega og andlega. Margir sem hafa orðið fyrir áhrifum af þessum atburðum sjá enga von fram undan. Hvernig bregðast þeir við?
-
Sumir vilja ekki einu sinni hugsa um framtíðina.
-
Aðrir flýja á vit áfengis eða lyfja.
-
Sumir álykta jafnvel að dauðinn sé betri kostur. „Hvað stoðar að halda áfram?“ spyrja þeir.
Það sem þú ættir að vita
-
Sum þeirra vandamála sem þú glímir við gætu verið stundleg og hlutirnir gætu snúist óvænt til betri vegar.
-
Jafnvel þó að ástandið breytist ekki geturðu gert ýmislegt til að auðvelda þér að takast á við það.
-
Biblían gefur sanna von um varanlega lausn á vandamálum mannkynsins.
Það sem þú getur gert núna
Biblían segir: „Hafið ekki áhyggjur af morgundeginum því að morgundeginum fylgja sínar áhyggjur. Hverjum degi nægja sín vandamál.“ – Matteus 6:34.
Taktu einn dag í einu. Láttu ekki kvíða yfir morgundeginum koma í veg fyrir að þú axlir ábyrgð dagsins í dag.
Áhyggjur af neikvæðum hlutum sem gætu gerst auka bara á streituna og draga úr von þinni um betri framtíð.
Biblían veitir sanna von
Sálmaritari til forna sagði í bæn sinni til Guðs: „Orð þitt er lampi fóta minna og ljós á götu minni.“ (Sálmur 119:105) Hugleiddu hvernig Biblían – orð Guðs – stendur undir þessum væntingum.
Á dimmri nóttu hjálpar lampi okkur að sjá hvar við getum gengið. Á sama hátt inniheldur Biblían hagnýta visku sem getur leiðbeint okkur þegar við þurfum að taka erfiða ákvörðun.
Ljós getur lýst upp veginn þannig að við sjáum lengra fram á við. Á svipaðan hátt getur Biblían lýst upp sýn okkar á því hvað framtíðin ber í skauti sér.