Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 FORSÍÐUEFNI | AD TEMJA SÉR GÓÐAR VENJUR

3 Gefstu ekki auðveldlega upp

3 Gefstu ekki auðveldlega upp

Almennt er talið að það taki fólk þrjár vikur að temja sér nýja venju. En rannsóknir hafa sýnt að fólk er mislengi að gera breytingar á venjum sínum – sumir eru fljótir að því en það tekur aðra mun lengri tíma. Ætti það að draga úr þér kjarkinn?

Hugsaðu þér eftirfarandi aðstæður: Þig langar að koma því upp í vana að hreyfa þig þrisvar í viku.

  • Fyrstu vikuna tekst þér það.

  • Aðra vikuna missirðu úr einn dag.

  • Þriðju vikuna nærðu að halda áætlun.

  • Fjórðu vikuna rétt nærðu einu skipti.

  • Fimmtu vikuna nærðu aftur að halda áætlun og þaðan í frá er það komið upp í vana.

Það tók þig fimm vikur að koma á nýrri venju. Það virðist kannski vera langur tími en þegar þú hefur náð markmiðinu geturðu glaðst yfir að hafa tamið þér góða venju.

RÁÐLEGGING BIBLÍUNNAR: „Sjö sinnum fellur hinn réttláti og stendur upp aftur.“ – Orðskviðirnir 24:16.

Biblían hvetur okkur til að gefast ekki auðveldlega upp. Til lengri tíma litið skiptir ekki mestu máli hversu oft maður fellur heldur hversu oft maður stendur upp aftur.

Til lengri tíma litið skiptir ekki mestu máli hversu oft maður fellur heldur hversu oft maður stendur upp aftur.

ÞAÐ SEM ÞÚ GETUR GERT

  • Hugsaðu ekki að þú eigir þér ekki viðreisnar von ef þú fellur. Gerðu heldur ráð fyrir bakslagi inn á milli á meðan þú ert að vinna að markmiði þínu.

  • Hugsaðu um þau skipti sem þér tókst vel til. Ef þú ert til dæmis að reyna að bæta samskiptin við börnin þín skaltu spyrja þig: „Hvenær langaði mig síðast til að öskra á krakkana en tókst að halda aftur af mér? Hvað gerði ég í staðinn? Hvernig get ég endurtekið það?“ Slíkar spurningar geta hjálpað þér að komast aftur á rétt spor í stað þess að einblína á mistökin.

Langar þig að vita hvernig ráðleggingar Biblíunnar geta hjálpað á fleiri sviðum lífsins, eins og til dæmis að takast á við kvíða, gera fjölskyldulífið ánægjulegra eða finna sanna hamingju? Talaðu þá við einhvern af vottum Jehóva eða farðu inn á vefsíðu okkar jw.org/is.