Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Sýndu kærleika

Sýndu kærleika

Vandinn

Fordómar hverfa ekki auðveldlega. Það kostar tíma og erfiði að losa sig við þá, rétt eins og það kostar tíma og erfiði að losna við veirusjúkdóm. Hvernig geturðu losað þig við fordóma?

Meginregla

„Íklæðist ... kærleikanum því að hann er fullkomið einingarband.“ – KÓLOSSUBRÉFIÐ 3:14.

Hvað merkir það? Að gera góðverk sameinar fólk. Þegar þú sýnir öðrum kærleika minnka þeir fordómar sem þú hefur. Því meiri kærleika sem þú hefur til annarra því minna pláss verður fyrir hatur og fyrirlitningu í hjarta þínu.

Það sem þú getur gert

Hugsaðu um hvað þú getir gert til að sýna þeim kærleika sem tilheyra hópi sem þú kannt að hafa litið niður á. Það þarf ekki að vera neitt flókið. Prófaðu eftirfarandi:

Hvert góðverk losar þig betur við fordóma.

  • Sýndu þeim sem tilheyra þessum hópi kurteisi með því að halda hurð opinni fyrir þá eða standa upp fyrir þeim í strætó.

  • Reyndu að spjalla við þá, jafnvel þó að þeir tali málið þitt ekki reiprennandi.

  • Sýndu þolinmæði þegar þeir gera eitthvað sem þú skilur ekki.

  • Sýndu samúð ef þeir tala um vandamál sín.