Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Andlegt hugarfar

Andlegt hugarfar

Eins og fram kom í upphafsgreininni líta margir á Biblíuna sem helgirit. Þeim finnst andlega upplífgandi að lesa í Biblíunni og fara eftir leiðbeiningum hennar og þá skilja þeir líka hver tilgangur lífsins er.

Orðin „andlegt hugarfar“ eru notuð í Biblíunni um ákveðið viðhorf til lífsins. (Júdasarbréfið 18, 19) Ólíkt þeim sem eru holdlega sinnaðir og hugsa aðallega um sjálfa sig meta þeir sem hafa andlegt hugarfar meginreglur Guðs mikils. – Efesusbréfið 5:1.

VON

MEGINREGLA: „Látir þú hugfallast á degi neyðarinnar er máttur þinn lítill.“ – Orðskviðirnir 24:10.

HVAÐ FELUR ÞAÐ Í SÉR? Kjarkleysi getur dregið úr okkur styrkinn sem við þurfum til að takast á við vandamál okkar. Aftur á móti getur von veitt okkur hugrekki til að halda út. Það getur verið hughreystandi að minna sig á að vandamálin sem við glímum við eru líklega tímabundin og geta jafnvel haft eitthvað gott í för með sér.

ÞAÐ SEM ÞÚ GETUR GERT: Reyndu að líta framtíðina björtum augum. Í stað þess að hafa áhyggjur af því sem gæti gerst eða bíða eftir fullkomnu aðstæðunum skaltu byrja strax að vinna að markmiðum þínum. Auðvitað getur ýmislegt sett strik í reikninginn. (Prédikarinn 9:11) En í rauninni gengur okkur oft betur en við bjuggumst við. Í Biblíunni er notuð myndlíking um landbúnað. Þar segir: „Sáðu sæði þínu að morgni og láttu hendur þínar ekki hvílast að kvöldi því að þú veist ekki hvort muni heppnast þetta eða hitt eða hvort tveggja verði jafngott.“ – Prédikarinn 11:6.

SVÖR VIÐ STÓRU SPURNINGUNUM Í LÍFINU

MEGINREGLA: „Veit mér skilning ... Orð þitt er satt.“ – Sálmur 119:144, 160.

 HVAÐ FELUR ÞAÐ Í SÉR? Í Biblíunni er að finna svör við spurningum sem nánast allir spyrja sig. Sem dæmi má nefna:

  • Hvernig varð lífið til?

  • Hvers vegna erum við til?

  • Hvað gerist við dauðann?

  • Er þetta líf allt og sumt?

Að hugleiða svör Biblíunnar við þessum spurningum og fleirum hefur bætt líf milljóna manna.

ÞAÐ SEM ÞÚ GETUR GERT: Kynntu þér hvað Biblían kennir. Fáðu einhvern af vottum Jehóva til að aðstoða þig við að skilja Biblíuna. Skoðaðu vefsíðuna okkar, jw.org, eða komdu á samkomu hjá okkur. Samkomurnar eru opnar almenningi og aðgangur er ókeypis.

FLEIRI MEGINREGLUR BIBLÍUNNAR

Horfðu á myndskeiðið Hvers vegna ættum við að kynna okkur Biblíuna? á jw.org. Það er til á meira en 880 tungumálum.

VERTU VAKANDI FYRIR ANDLEGRI ÞÖRF ÞINNI.

„Þeir sem skynja andlega þörf sína eru hamingjusamir.“ – MATTEUS 5:3.

KYNNSTU GUÐI BIBLÍUNNAR BETUR.

,Leitaðu Guðs og finndu hann. Hann er ekki langt frá neinum okkar.‘ – POSTULASAGAN 17:27.

LESTU Í BIBLÍUNNI OG HUGLEIDDU BOÐSKAP HENNAR.

„Sæll er sá sem ... hefur yndi af leiðsögn Drottins og hugleiðir lögmál hans dag og nótt ... Allt, sem hann gerir, lánast honum.“ – SÁLMUR 1:1–3.