Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

BÝR HÖNNUN AÐ BAKI?

Feldur sæotursins

Feldur sæotursins

MÖRG spendýr, sem lifa í köldum sjó eða vatni, eru með þykkt spiklag undir húðinni sem auðveldar þeim að halda á sér hita. Sæoturinn hefur aðra aðferð til að einangra sig frá kuldanum – þykkan feld.

Hugleiddu þetta: Ekkert spendýr hefur eins þykkan feld og sæoturinn. Um 155.000 hár eru á hverjum fersentímetra. Á sundi fangar feldurinn loft sem heldur dýrinu þurru inn við líkamann. Loftið einangrar líkama dýrsins frá köldum sjónum og kemur í veg fyrir hitatap.

Vísindamenn telja að hægt sé að draga lærdóm af því hvernig feldur sæotursins er úr garði gerður. Þeir hafa gert ýmsar tilraunir með gervifeld, bæði hvað varðar háralengd og þéttleika. Þeir hafa komist að raun um að „því þéttari og lengri sem hárin eru því vatnsheldari er feldurinn“. Sæoturinn getur með öðrum orðum státað sig af mjög góðum feldi.

Vísindamenn vonast til að rannsóknir þeirra leiði til þess að hægt verði að hanna og framleiða enn vatnsheldara efni. Þetta fær kannski einhverja til að velta fyrir sér hvort þeir sem kafa í köldum sjó væru betur settir í loðnum blautbúningi – líkum feldi sæotursins.

Hvað heldur þú? Þróaðist feldur sæotursins? Eða býr hönnun að baki?