Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

FORSÍÐUEFNI | AÐ RJÚFA TUNGUMÁLAMÚRINN

Ævaforn múr rofinn

Ævaforn múr rofinn

TUNGUMÁL heims eru um 7.000 talsins og eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Það auðveldar sannarlega ekki ferðalög, viðskipti, menntun og stjórnsýslu. Þannig hefur það verið frá örófi alda. Sem dæmi gaf Ahasverus Persakonungur (sennilega Xerxes I) út konunglega tilskipun árið 475 f.Kr. sem send var um allt konungsríkið til „héraðanna hundrað tuttugu og sjö, allt frá Indlandi til Eþíópíu, til hvers héraðs með letri þess héraðs, til hverrar þjóðar á tungu hennar.“ *

Fæst samtök og stofnanir láta sér detta í hug að takast á við svo risavaxið verk nú á dögum. Ríkisstjórnir reyna það ekki einu sinni. Þó er til hreyfing sem hefur ráðist í slíkt verkefni með góðum árangri. Vottar Jehóva gefa út tímarit og fjölda bóka – þar á meðal Biblíuna – ásamt efni fyrir hljóð- og myndbandsupptökur samanlagt á yfir 750 tungumálum. Af þeim eru um 80 táknmál. Vottarnir gefa líka út rit á blindraletri.

Það sem meira er, Vottar Jehóva hagnast ekki fjárhagslega á útgáfunni. Þýðendur og aðrir starfsmenn vinna í sjálfboðavinnu. Af hverju leggja þeir svona mikið á sig til að þýða efni á öll þessi tungumál? Og hvernig fer vinnan þeirra fram?

^ gr. 3 Sjá Esterarbók 8:9 í Biblíunni.