Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

1 Eru þjáningar okkar Guði að kenna?

1 Eru þjáningar okkar Guði að kenna?

Hvers vegna er mikilvægt að vita það?

Margir hafna Guði vegna þess að þeir kenna honum um þjáningarnar.

Til umhugsunar

Margir trúarleiðtogar hafa kennt beint eða óbeint að Guð valdi þjáningum okkar. Til dæmis segja sumir:

  • Náttúruhamfarir eru refsing frá Guði.

  • Börn deyja vegna þess að Guð vantar fleiri engla.

  • Guð tekur afstöðu í stríðum, en þau valda gríðarlegum þjáningum.

En getur verið að þessir trúarleiðtogar gefi ranga mynd af Guði? Hvað ef Guð hefur hafnað þeim?

VILTU VITA MEIRA?

Horfðu á myndbandið Hvers vegna ættum við að kynna okkur Biblíuna? á jw.org.

 Hvað segir Biblían?

Guð veldur ekki þjáningum okkar.

Ef hann gerði það gengi það í berhögg við eiginleika hans eins og þeim er lýst í Biblíunni. Til dæmis:

„Allir hans vegir [eru] réttlátir. Hann er ... réttlátur og hreinlyndur.“ – 5. MÓSEBÓK 32:4.

„Fjarri fer því að Guð breyti ranglega og Hinn almáttki aðhafist illt.“ – JOBSBÓK 34:10.

„Hinn almáttki hallar ekki réttinum.“ – JOBSBÓK 34:12.

Guð hafnar trúarbrögðum sem gefa ranga mynd af honum.

Þar á meðal eru trúarbrögð sem kenna að Guð valdi þjáningum okkar og þau sem leggja blessun sína yfir stríð og ofbeldi.

„Spámennirnir boða lygi í mínu nafni. Ég hef hvorki sent þá, gefið þeim fyrirmæli né talað til þeirra. Upplognar sýnir ... og eigin uppspuna boða þeir yður.“ – JEREMÍA 14:14.

Jesús fordæmdi trúarhræsni.

„Ekki munu allir sem segja við mig: ,Drottinn, Drottinn,‘ ganga inn í himnaríki heldur aðeins þeir sem gera vilja föður míns sem er á himnum. Margir munu segja við mig á þeim degi: ,Drottinn, Drottinn, spáðum við ekki í þínu nafni, rákum út illa anda í þínu nafni og unnum mörg máttarverk í þínu nafni?‘ Þá svara ég þeim: ,Ég hef aldrei þekkt ykkur. Farið frá mér, illvirkjar!‘“ – MATTEUS 7:21–23.