Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 HAMINGJURÍK LÍFSSTEFNA

Að finna leiðina

Að finna leiðina

ERTU HAMINGJUSAMUR? Hvað gerir þig hamingjusaman? Er það fjölskyldan, vinnan eða trúin? Ef til vill hlakkarðu til einhvers sem gleður þig, eins og að útskrifast úr skóla, finna góða vinnu eða kaupa nýjan bíl.

Margir njóta hamingju að vissu marki þegar þeir ná ákveðnu markmiði eða eignast hlut sem þá langar í. En hve lengi varir sú gleði? Oft er hún skammvinn og það getur valdið vonbrigðum.

Hamingjan hefur verið skilgreind sem vellíðan sem einkennist af nokkrum stöðugleika, af tilfinningu sem spannar allt frá ánægju til djúprar og ákafrar lífsgleði og af eðlilegri löngun til að viðhalda hamingjunni.

Hamingjunni er stundum lýst sem ferðalagi frekar en áfangastað þar sem hún er ekki bara stundleg vellíðan. Ef maður segist ekki geta orðið hamingjusamur fyrr en þetta eða hitt gerist er maður í raun að fresta því að verða hamingjusamur.

Við getum líkt hamingjunni við heilsuna. Við höldum heilsunni með því að taka skynsamlegar ákvarðanir varðandi mataræði, hreyfingu og lífsstíl. Að sama skapi er hamingjan árangur af því að taka skynsamlegar ákvarðanir í lífinu og hafa góðar meginreglur að leiðarljósi.

Hvað gerir mann hamingjusaman? Sumt vegur þyngra en annað en eftirfarandi atriði eru mjög mikilvæg:

  • NÆGJUSEMI OG ÖRLÆTI

  • LÍKAMLEG HEILSA OG ÞRAUTSEIGJA

  • KÆRLEIKUR

  • AÐ FYRIRGEFA

  • TILGANGUR Í LÍFINU

  • VON

Í bók, sem er mikils metin fyrir visku, segir: „Sæll er sá sem ... hefur yndi af leiðsögn Drottins og hugleiðir lögmál hans dag og nótt.“ (Sálmur 1:1, 2) Skoðum nú hvernig hægt er að öðlast slíka hamingju.