Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Múrar Itchan Kala í Khiva.

 LÖND OG ÞJÓÐIR

Heimsókn til Úsbekistans

Heimsókn til Úsbekistans

ÝMIS nöfn hafa verið notuð yfir svæðið kringum Úsbekistan eða „land Úsbeka“ svo sem Transoxania, landið milli fljótanna, Tartary og Túrkistan. Allt frá 15. öld hafa borgir landsins gagnast farandkaupmönnum á silkiveginum, vegakerfi sem eitt sinn lá á milli Kína og Miðjarðarhafs. Langalgengasta vefnaðarvaran í Úsbekistan er bómull. Þar fást einnig falleg teppi úr bómull, ull og silki.

Menning Úsbeka hefur orðið fyrir áhrifum af mörgum þjóðum í gegnum tíðina. Sögufrægir sigurvegarar hafa þrammað með öfluga heri sína yfir fjöll landsins. Þar á meðal voru Alexander mikli, en hann kynntist sinni heittelskuðu Roxönu þar, Djengis Khan frá Mongólíu og Tímúr (einnig nefndur Tamerlan). Tímúr var frá þessu svæði en hann stjórnaði einu víðáttumesta stórveldi sögunnar.

Þjóðlegur klæðnaður.

Mikilfengleg söguleg mannvirki með bláum flísalögðum hvolfþökum setja svip sinn á borgir Úsbekistans. Margar þessara bygginga hýsa skóla.

 Silkivegurinn. Hann var tekinn í notkun fyrir daga Krists og var fjölfarin leið þar til sjóleiðin til Indlands var opnuð í lok 15. aldar. Þessi verslunarleið, sem lá meðal annars í gegnum núverandi Úsbekistan, var miðpunktur verslunar og viðskipta heimsins.

Silkiteppi ofin.

Aralvatn. Vegna áveita er Aralvatn að hverfa en það var eitt sinn fjórða stærsta vatn veraldar. Úsbekistan reynir, í samstarfi við önnur Mið-Asíuríki, að snúa þessari þróun við.

Úsbekar skipta um stafróf. Ýmis tungumál voru töluð í landinu og eftir að það komst undir stjórn múslíma á áttundu öld var arabíska tekin upp. Þegar landið var komið undir Sovétríkin var latneska stafrófið notað til að byrja með og síðan skipt út fyrir kyrillískt letur í lok fjórða áratugarins. Árið 1993 voru sett ný lög þar sem úsbekskt letur var kynnt til sögunnar en það byggir á latneska stafrófinu.

Þurrkaðir ávextir á götumarkaði.