Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 ÚR ÝMSUM ÁTTUM

Fjölskyldan í brennidepli

Fjölskyldan í brennidepli

Fjölskyldur eiga við ýmsa erfiðleika að stríða en sígild viska Biblíunnar getur hjálpað þeim að sigrast á erfiðleikunum svo að þeim vegni vel.

AFRÍKA

Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni ættu mæður að hefja brjóstagjöf innan við klukkutíma frá fæðingu barns og fyrstu sex mánuðina ætti að hafa barnið eingöngu á brjósti. Þrátt fyrir þessi ráð greinir næringarráðgjafi UNICEF fyrir austur- og suðurhluta Afríku frá því að í auglýsingum sé enn þá ranglega fullyrt að „þurrmjólk jafnist á við brjóstamjólk“.

HVAÐ SEGIR BIBLÍAN?: „Einfaldur maður trúir öllu en hygginn maður kann fótum sínum forráð.“ – Orðskviðirnir 14:15.

KANADA

Vísindamenn í Montreal hafa bent á að börn strangra foreldra – sem setja ósveigjanlegar reglur og sýna börnunum litla ástúð – séu 30 prósent líklegri til að glíma við offitu en börn foreldra sem sýna börnum sínum ástúð og aga þau líka.

VISSIR ÞÚ? Fyrir mörgum öldum var bent á árangursríkustu uppeldisaðferðina í Biblíunni. – Kólossubréfið 3:21.

HOLLAND

Hollensk rannsókn á fjölskyldum, þar sem báðir foreldrar eru útivinnandi, sýnir að foreldrar, sem aðgreina skýrt vinnu og fjölskyldulíf, eiga betra samband við börnin sín en þeir sem taka vinnuna með sér heim. Til dæmis getur það komið í veg fyrir að foreldrar sýni börnum sínum þá athygli sem þau þurfa ef þeir sinna vinnutengdum símtölum heima eftir vinnutíma.

TIL UMHUGSUNAR: „Öllu er afmörkuð stund og sérhver hlutur undir himninum hefur sinn tíma.“ – Prédikarinn 3:1.