Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 BÝR HÖNNUN AÐ BAKI?

Örverur sem brjóta niður olíu

Örverur sem brjóta niður olíu

ÁRIÐ 2010 láku næstum 5 milljón tunnur (800.000.000 lítrar) af hráolíu í Mexíkóflóa þegar sprenging varð á olíuborpalli og hann sökk. En innan fárra mánaða var stór hluti mengunarefnanna horfinn úr sjónum. Hvernig stóð á því?

Hugleiddu þetta: Vísindarannsóknir hafa leitt í ljós að flokkur sjávarbaktería getur brotið niður löngu kolefniskeðjurnar í olíu. Prófessor Terry Hazen, sem er örverufræðingur, líkir þessum lífverum við „skotflaugar sem granda olíu“. Þessar sjávarbakteríur eiga sinn þátt í hreinsuninni sem átti sér stað á Mexíkóflóa.

„Að vissu leyti er ekkert undarlegt að í höfunum skuli finnast örverur sem nærast á olíu,“ segir í frétt BBC News um málið. Í raun „hefur olía seytlað úr botni heimshafanna“ frá örófi alda.

Þó að aðferðir manna við að hreinsa olíuleka hafi borið einhvern árangur er hugsanlegt að bestu tilraunir þeirra hafi gert meiri skaða en gagn. Tilbúin dreifi- og felliefni trufla eðlilegt niðurbrot olíu í náttúrunni. Þar að auki eru þessi efni eitruð og hafa langvarandi áhrif á umhverfið. En náttúran brýtur niður olíu með því að setja af stað lífrænt hreinsunarferli í sjónum, meðal annars með hjálp örvera sem nærast á olíu. Þessi aðferð er laus við þau slæmu aukaáhrif sem aðferðir manna skapa. *

Hvað heldur þú? Þróuðu sjávarörverur með sér hæfni til að háma í sig olíu? Eða býr hönnun að baki?

^ gr. 6 Enn er of snemmt að segja til um langtímaáhrif slyssins á sjávarlífríkið í Mexíkóflóa.