Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 FORSÍÐUEFNI | HEFURÐU STJÓRN Á EIGIN LÍFI?

Áskorun: Neikvæðar tilfinningar

Áskorun: Neikvæðar tilfinningar

ERTU yfirbugaður af sorg, reiði, gremju eða öðrum neikvæðum tilfinningum? Ef svo er hefurðu kannski lítinn sem engan kraft eða tíma til að sinna því sem skiptir þig mestu máli. Hvað geturðu gert? *

DÆMI ÚR BIBLÍUNNI: DAVÍÐ

Davíð konungur var tilfinningaríkur maður. Hann var stundum kvíðinn og dapur. Hvað hjálpaði honum að halda sér gangandi? Hann lagði málin í hendur Guðs. (1. Samúelsbók 24:13, 16) Hann setti líka hugsanir sínar niður á blað. Og þar sem hann var trúaður maður bað hann oft. *

HVERNIG FER GREGORY AÐ?

Eins og nefnt var í fyrstu greininni þjáist Gregory af kvíðaröskun. „Ég var þjakaður af áhyggjum og hafði enga stjórn á þeim,“ segir hann. Hvernig náði hann tökum á tilfinningum sínum? Hann segir: „Til að ná jafnvægi þáði ég góða hjálp konu minnar og vina. Ég leitaði líka læknis og lærði meira um sjúkdóminn. Eftir að hafa breytt ýmsu í daglegu lífi fannst mér ég hafa stjórn á sjúkdómnum en ekki að hann stjórnaði mér. Ég fæ enn þá kvíðaköst en skil betur hvað veldur þeim og veit hvernig ég á að bregðast við þeim.“

„Glatt hjarta veitir góða heilsubót.“ – Orðskviðirnir 17:22.

HVAÐ GETUR ÞÚ GERT?

Ef þú hefur misst tökin á lífinu vegna neikvæðra tilfinninga skaltu prófa eftirfarandi:

  • Skrifaðu í dagbók hvernig þér líður.

  • Segðu nánum ættingja eða vini frá líðan þinni.

  • Treystu ekki tilfinningum þínum í blindni. Spyrðu þig: „Er sanngjarnt að hugsa svona neikvætt um sjálfan mig?“

  • Notaðu krafta þína í eitthvað skapandi frekar en að dvelja við neikvæðar tilfinningar eins og kvíða, reiði eða gremju. *

Mundu: Oft eru neikvæðar tilfinningar ekki til komnar vegna aðstæðna okkar heldur því hvernig við lítum á þær.

^ gr. 3 Neikvæðar tilfinningar eru stundum afleiðing sjúkdóms sem getur krafist læknismeðferðar. Vaknið! mælir ekki með einni læknismeðferð umfram aðra. Hver og einn ætti að íhuga vandlega þá valmöguleika sem standa til boða áður en ákvörðun er tekin.

^ gr. 5 Margir af sálmunum í Biblíunni eru bænir sem Davíð skrifaði.

^ gr. 13 Hægt er að fá frekari upplýsingar um kvíðaraskanir í Vaknið! apríl-júní 2012, bls. 25-27.