Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

„Áhrifaríkur minnisvarði“

„Áhrifaríkur minnisvarði“

AUSTANMEGIN við Motoyasu-ána í Hírósíma í Japan er bygging sem legið hefur í rústum frá árinu 1945. Hún hefur enn ekki verið endurbyggð 70 árum seinna. Hvers vegna ekki?

Lokið var við gerð þessa þriggja hæða múrsteinshúss árið 1915. Þetta var hús iðnaðar- og verslunarráðs og í því voru haldnar sýningar til að efla iðnað. En það breyttist allt klukkan korter yfir átta að morgni dags 6. ágúst 1945. Þá sprakk fyrsta atómsprengjan sem notuð var í hernaði. Hún sprakk í um 550 metra hæð yfir borginni og næstum því beint fyrir ofan verslunarráðið. Allir í húsinu dóu samstundis. Grind hússins hrundi þó ekki.

Í óbreyttu ástandi er byggingin „áhrifaríkur minnisvarði um hið mesta eyðingarafl sem maðurinn hefur fundið upp“, segir í grein frá UNESCO. * Árið 1996 var byggingunni bætt inn á heimsminjaskrá UNESCO og er kölluð friðarminnisvarðinn í Hírósíma.

Það er sorglegt að slíkir minnisvarðar skuli ekki binda enda á stríð sem eiga sér yfirleitt stað vegna græðgi manna, þjóðernishyggju eða kynþátta- og trúarhaturs. En verða þá stríð alltaf hluti af lífinu?

Biblían segir að svo verði ekki. „[Guð] stöðvar stríð til endimarka jarðar,“ segir í Sálmi 46:10. „[Hann] brýtur bogann, mölvar spjótið, brennir skildi í eldi.“ Þegar þar að kemur mun Guð kollvarpa stjórnum manna og koma á sinni eigin stjórn yfir öllum heiminum. Jesú hefur verið falið að fara með völd sem „konungur konunga“ í ríki Guðs. – Opinberunarbókin 11:15; 19:16.

Þá verða minnisvarðar um fáránleika styrjalda óþarfir. „Hins fyrra verður ekki minnst framar og það skal engum í hug koma.“ (Jesaja 65:17) Þær sorgir og þjáningar, sem hrjá okkur núna, verða liðin tíð.

^ gr. 4 Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna.