Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

LÖND OG ÞJÓÐIR

Heimsókn til Kambódíu

Heimsókn til Kambódíu

FLJÓTANDI ÞORP, iðandi mannlíf með líflegum mörkuðum og götum fullum af fólki á mótorhjólum að flytja lifandi hænsni, ísskápa og allt þar á milli. Þetta er aðeins brot af því sem maður sér og heyrir á ferðalagi um Kambódíu.

Fólkið í landinu er þekkt fyrir að vera hlýlegt, vingjarnlegt og mjög samheldið. Þegar það hittist við óformlegar aðstæður kallar það stundum hvert annað bróður, systur, frænku, frænda, ömmu eða afa – jafnvel þótt það hafi aldrei hist áður.

Sumir Kambódíumenn búa í húsbátum en aðrir í húsum sem eru reist á háum stólpum eða byggð á flekum. Menn hafa jafnvel byggt skóla, heilsugæslustöðvar, markaði og bensínstöðvar á þennan hátt.

Drekaávöxturinn er vinsæll í Kambódíu.

Hrísgrjón eru áberandi í kambódískri matargerð. Dæmigerð máltíð er þriggja til fjögurra rétta og er súpa oft einn þeirra. Fiskur er mikið eftirlæti. Algengt er að bera fram sæta, súra og salta rétti í einni og sömu máltíðinni.

Fyrir um tvö þúsund árum fóru indverskir kaupmenn og pílagrímar að leggja leið sína um strendur Kambódíu á ferðum sínum til Kína. Þeir fengu kryddjurtir, ilmvið, fílabein og gull í skiptum fyrir silki og málma. Smám saman varð landið fyrir áhrifum frá Indlandi og Kína, og hindúismi og búddismi náðu að skjóta rótum. Núna eru yfir 90 prósent íbúa Kambódíu búddatrúar.

Vottar Jehóva boða íbúum Kambódíu boðskap Biblíunnar. Þeir hafa notað bókina Hvað kennir Biblían? til þess að fræða marga um vonina sem Biblían hefur að geyma. Bókin er fáanleg á um 250 tungumálum, þar á meðal kambódísku.

Vottar Jehóva aðstoða yfir 1.500 manns í Kambódíu við að finna svör Biblíunnar við spurningum eins og: „Hvar eru hinir dánu?“ og „Hvað ætlast Guð fyrir með jörðina?“

Bókin Hvað kennir Biblían?, gefin út af Vottum Jehóva, er fáanleg á kambódísku (sýnd hér).