Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

FORSÍÐUEFNI | ER TIL EINHVERS AÐ LIFA?

Von um bjarta framtíð

Von um bjarta framtíð

„Hinir hógværu fá landið til eignar og gleðjast yfir miklu gengi.“ – SÁLMUR 37:11.

Biblían segir að lífið sé enginn dans á rósum. (Jobsbók 14:1) Allir þurfa að ganga í gegnum einhverja erfiðleika á lífsleiðinni. En sumum finnst lífið algerlega tilgangslaust og sjá enga von um að það birti til. Líður þér þannig? Þá máttu vera viss um að Biblían veitir örugga von – þér og öllu mannkyni. Hvað segir hún?

  • Biblían kennir að Jehóva Guð hafi ætlað okkur gott og innihaldsríkt líf. – 1. Mósebók 1:28.

  • Jehóva Guð hefur lofað að breyta jörðinni í paradís. – Jesaja 65:21-25.

  • Við getum treyst því að þetta loforð rætist. Í Opinberunarbókinni segir:

    „Tjaldbúð Guðs er meðal mannanna og hann mun búa hjá þeim og þeir munu vera fólk hans og Guð sjálfur mun vera hjá þeim, Guð þeirra. Og hann mun þerra hvert tár af augum þeirra. Og dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein né kvöl er framar til. Hið fyrra er farið.“

Þessi von er engin óskhyggja. Jehóva Guð ætlar að koma þessu til leiðar og hann hefur bæði mátt og vilja til þess. Vonin, sem Biblían veitir, er traust og gefur okkur mjög góða ástæðu til að halda áfram að lifa.

MUNDU ÞETTA: Vonin, sem Biblían veitir, getur verið okkur akkeri í ólgusjó tilfinninganna.

HVAÐ GETURÐU GERT NÚNA? Byrjaðu á því að kynna þér hvaða von Biblían segir frá. Vottar Jehóva eru boðnir og búnir að aðstoða þig við það. Þú getur rætt við þá sem búa í nágrenni við þig eða fundið gagnlegar upplýsingar á vefsetri þeirra jw.org/is. *

^ gr. 11 Tillaga: Farðu á jw.org/is og veldu ÚTGÁFA > VEFBÓKASAFN. Þar geturðu notað leitarorð eins og „sjálfsvíg“ eða „þunglyndi“ til að fá hjálpleg ráð.