Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 FORSÍÐUEFNI

Einstakt vefsetur

Einstakt vefsetur
 • LESTU Biblíuna og biblíutengt efni. Hægt er að nálgast Biblíuna á um það bil 50 tungumálum og biblíutengt efni á yfir 500 tungumálum.

 • SKOÐAÐU biblíutengt efni á nálega 70 táknmálum.

 • VAFRAÐU um vefsvæðið. Þú getur valið um mörg hundruð tungumál.

 • HLUSTAÐU á hljóðrituð leikrit byggð á spennandi frásögum úr Biblíunni.

 • SJÁÐU atburði biblíusögunnar lifna við í myndasögum.

 • HORFÐU á biblíuleikrit og myndbönd sem geta hjálpað okkur að takast á við lífið.

 • SÆKTU rafbækur, tímaritsgreinar og hljóðskrár þér að kostnaðarlausu.

 • GRÚSKAÐU á VEFBÓKASAFNI Varðturnsins. Þar er hafsjór upplýsinga um ýmis málefni og hægt er að nálgast það á yfir 100 tungumálum.

 FYRIR HJÓN

„Mig langar til að fjölskyldu minni farnist vel. Við hjónin höfum átt við ýmis vandamál að glíma, ekki síst eftir að við eignuðumst börnin. Við myndum þiggja aðstoð.“

BIBLÍAN SEGIR:

„Af speki er hús reist og af skynsemi verður það staðfast.“ – Orðskviðirnir 24:3.

Á VEFSVÆÐINU

Undir flipanum „Hjón og foreldrar“ má finna gagnleg ráð til að takast á við mál á borð við:

 • Sýndu maka þínum virðingu

 • Að vera skuldbundinn maka sínum

 • Uppeldi og ögun barnanna

 • Á skoranir sem fylgja því að verða foreldri

 • Að búa unglinga undir fullorðinsárin

(Sjá BIBLÍAN OG LÍFIÐ > HJÓN OG FORELDRAR.)

Bókin Farsælt fjölskyldulíf – hver er leyndardómurinn? tekur á fjölda málefna varðandi fjölskyldulíf, allt frá leiðbeiningum fyrir einhleypa, sem eru að huga að hjónabandi, til ráðlegginga handa þeim sem annast aldraða foreldra.

(Einnig er hægt að nálgast bókina á www.jw.org/is. Sjá ÚTGÁFA >BÆKUR OG BÆKLINGAR.)

 FYRIR FORELDRA

„Ekkert er mér mikilvægara en börnin mín. Ég vil geta verið stoltur af þeim þegar þau eru orðin fullorðin.“

BIBLÍAN SEGIR:

„Fræð hinn unga um veginn sem hann á að halda og á gamals aldri mun hann ekki af honum víkja.“ – Orðskviðirnir 22:6.

Á VEFSVÆÐINU

Undir flipanum „Börn“ er að finna biblíusögur í myndum, myndaþrautir, myndbönd og fræðsluefni sem auðveldar þér að kenna börnunum þínum að . . .

 • hlýða.

 • sýna góðvild.

 • vera góð hvert við annað.

 • þakka fyrir sig.

(Sjá BIBLÍAN OG LÍFIÐ > BÖRN.)

Biblíusögubókin mín og Lærum af kennaranum mikla eru fallega myndskreyttar bækur, samdar með það í huga að foreldrar lesi þær með börnum sínum.

(Einnig er hægt er að nálgast bækurnar á www.jw.org/is. Sjá ÚTGÁFA > BÆKUR OG BÆKLINGAR.)

 FYRIR UNGLINGA

„Mig langar til að fá tillögur um hvernig ég geti tekist betur á við skólann, foreldra mína, vinina og hitt kynið. Ég er ekki barn lengur og vil ekki láta segja mér fyrir verkum.“

BIBLÍAN SEGIR:

„Láttu liggja vel á þér unglingsár þín.“ – Prédikarinn 11:9.

Á VEFSVÆÐINU

Undir flipanum „Unglingar“ er að finna greinar og myndbönd sem geta gagnast þér . . .

 • ef þú ert einmana.

 • ef þú glímir við vandamál í skólanum.

 • ef þú hefur brotið reglur foreldra þinna.

 • ef þú verður fyrir einelti eða kynferðislegri áreitni.

(Sjá BIBLÍAN OG LÍFIÐ > UNGLINGAR.)

Bókin Spurningar unga fólksins – svör sem duga, 1. og 2. bindi, tekur fyrir 77 algengar spurningar sem skipta unglinga máli.

(Einnig er hægt er að nálgast bókina á www.jw.org/is. Sjá ÚTGÁFA > BÆKUR OG BÆKLINGAR.)

 FYRIR ÞÁ SEM VILJA FRÆÐAST UM BIBLÍUNA

„Mig langar til að skilja Biblíuna en veit ekki hvernig ég á að byrja.“

BIBLÍAN SEGIR:

„Sérhver ritning er innblásin af Guði og nytsöm til fræðslu.“ – 2. Tímóteusarbréf 3:16.

Á VEFSVÆÐINU

Nýheimsþýðing heilagrar ritningar er auðlesin og nákvæm biblíuþýðing sem hægt er að nálgast á ýmsum tungumálum á Netinu.

(Sjá ÚTGÁFA > BIBLÍAN.)

Undir flipanum „Biblíuspurningar“ er að finna skýr svör við margs konar spurningum, svo sem: „Hvers vegna átti helförin gegn gyðingum sér stað?“ og „Hvenær fæddist Jesús?“

(Sjá BIBLÍAN OG LÍFIÐ > BIBLÍUSPURNINGAR.)

Á síðunni „Beiðni um ókeypis biblíunámskeið“ geturðu sótt um ókeypis aðstoð við að kynna þér Biblíuna.

(Smelltu á krækjuna „Beiðni um ókeypis biblíunámskeið“ á heimasíðunni.)

„Ég gafst upp á að lesa Biblíuna vegna þess að ég skildi hana ekki. En þegar ég las hana með aðstoð bókarinnar ,Hvað kennir Biblían?‘ kom það mér á óvart hversu skýr og aðgengileg Biblían er.“ – Christina.

Daglega heimsækja um 700.000 manns vefsetrið jw.org. Hefur þú gert það?