Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Tengdur!

Tengdur!

Tengdur!

● Ímyndaðu þér þessar aðstæður: Fólk kallaði Simon íhaldssegg. Í mörg ár neitaði hann að tileinka sér nýja tækni sem auðveldaði fólki að halda sambandi við vini og ættingja. Allir, jafnvel börnin hans á táningsaldri, sögðust gjarnan vilja nýta sér þessa nýju samskiptaleið. „Ég sakna þess tíma þegar fólk gat talað saman augliti til auglitis,“ sagði Simon stríðnislega við 16 ára dóttur sína.

Með tímanum endurskoðaði Simon þó afstöðu sína. Honum varð hugsað til fólks sem hann hafði hvorki séð né heyrt um árabil. Hann hugsaði til ættingja sem virtust vera svo uppteknir að honum fannst hann ekki lengur vera í tengslum við þá. „Ef ég vil halda sambandinu við allt þetta fólk þarf ég kannski að fara að nýta mér þessa nýju tækni,“ hugsaði hann með sjálfum sér. Þetta var á miðri 20. öld í sveitabyggð í Bandaríkjunum. „Íhaldsseggurinn“ Simon var loksins farinn að hugsa um að fá sér síma.

Hraðspólum nú fram til ársins 2012. Nathan, dóttursonur Simons, er rétt að ljúka símtali við nána vini sína, Roberto og Angela, sem búa hinum megin á hnettinum. „Það eru tíu ár síðan þau fluttu,“ hugsar Nathan og er hissa hvað tíminn hafði liðið hratt.

Fleiri vinir og ættingjar Nathans hafa flust til fjarlægra staða. Hingað til hefur hann verið sáttur við að heyra í þeim í síma af og til. Núna virðast þó allir halda sambandi í gegnum samskiptasíður, einnig börn Nathans sem eru á táningsaldri.

Fólk kallar Nathan íhaldssegg af því að hann vill ekki nýta sér tækninýjungar. „Ég sakna þess tíma þegar fólk var vant að hringja og maður gat heyrt rödd þess,“ segir hann. En nú er Nathan farinn að hallast á aðra skoðun. „Ef ég vil halda sambandi við allt þetta fólk, þarf ég kannski að fara að tileinka mér þessar nýjungar,“ hugsar hann með sér.

Hefur þér liðið eins og Nathan? Það liggur í eðli okkar mannanna að vilja eiga samskipti við aðra. (1. Mósebók 2:18; Orðskviðirnir 17:17) Þar sem margir nota samskiptasíður til þess, hvað ættirðu þá að vita um þær?