Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Býr hönnun að baki?

Höggþolið höfuð spætunnar

Höggþolið höfuð spætunnar

● Högg sem samsvarar 80 til 100 g er ávísun á heilahristing, en g stendur fyrir þyngdarhröðun. Spætan þolir hins vegar vel högg sem samsvarar um 1.200 g þegar hún hamrar með nefinu á trjábol. Hvernig fer fuglinn að þessu, án þess að fá einu sinni höfuðverk, að ekki sé nú talað um heilahristing?

Hugleiddu þetta: Rannsóknir hafa leitt í ljós fernt sem gerir höfuð spætunnar höggþolið:

1. Sterkt og sveigjanlegt nef.

2. Eins konar gjörð úr beini og teygjanlegum vef utan um höfuðkúpuna.

3. Hluti höfuðkúpunnar er úr svampkenndu beini.

4. Lítið rými fyrir heila- og mænuvökva milli höfuðkúpu og heila.

Þetta fernt virkar hvert um sig eins og höggdeyfir þannig að spætan getur höggvið nefinu í trjábörkinn allt að 22 sinnum á sekúndu án þess skemma í sér heilann.

Vísindamenn hafa sótt fyrirmynd í höfuð spætunnar og smíðað hylki sem þolir högg sem samsvarar allt að 60.000 g. Þessi uppfinning getur meðal annars nýst til að verja flugrita flugvéla en eins og er þola þeir ekki meira högg en sem samsvarar 1.000 g. Kim Blackburn er verkfræðingur við Cranfield-háskóla á Bretlandi. Hann segir að höfuð spætunnar sé „heillandi dæmi um það hvernig náttúran myndi háþróuð form sem leysi í sameiningu þrautir sem virðast í fyrstu vera óleysanlegar“.

Hvað heldurðu? Myndaðist höggþolið höfuð spætunnar af tilviljun? Eða var það hannað?

[Skýringarmynd á bls. 20]

(Sjá uppsettan texta í ritinu)

1

2

3

4

[Rétthafi myndar á bls. 20]

Roðaspæta: © 2011 photolibrary.com