Sjónarmið Biblíunnar
Er samkynhneigð einhvern tíma réttlætanleg?
SAMKYNHNEIGÐ heldur áfram að öðlast viðurkenningu víða um heim. Hópur innan kirkju einnar í Bandaríkjunum vill að viðhorf Biblíunnar til samkynhneigðar verði endurskilgreint með „speki samtímans“ að leiðarljósi. Samkynhneigður prestur í Brasilíu, sem nýlega gekk í hjónaband, segir einnig að „nú sé kominn tími til að endurskoða þetta viðhorf Biblíunnar“ svo að það samsvari breyttri stefnu kirkju hans.
Á hinn bóginn er oft sagt um þá sem eru á móti samkynhneigð að þeir séu fordómafullir eða haldnir hommafælni. En hvað segir Biblían um samkynhneigð?
Hvað segir Biblían?
Í Biblíunni er ekki ýtt undir fordóma gagnvart öðru fólki. En viðhorf hennar til samkynhneigðar er skýrt.
„Þú mátt ekki liggja með karlmanni eins og legið er með konu, það er viðurstyggð.“ – 3. Mósebók 18:22.
Ísraelsmenn áttu að fylgja Móselögunum og þetta bann var hluti af siðferðisreglum þeirra. En hvort sem um var að ræða Gyðinga eða aðra menn má greinilega sjá hvert viðhorf Guðs er til samkynhneigðar. Honum finnst hún „viðurstyggð“. Samkynhneigð var útbreidd meðal grannaþjóða Ísraels, og hið sama er að segja um sifjaspell, hjúskaparbrot og fleira sem var bannað samkvæmt lögmálinu. Þessar þjóðir voru því óhreinar í augum Guðs. (3. Mósebók 18:24, 25) Breyttist viðhorf Biblíunnar á tímum kristninnar? Skoðum eftirfarandi vers:
„Því hefur Guð ofurselt þá svívirðilegum girndum. Bæði hafa konur breytt eðlilegum mökum í óeðlileg og eins hafa karlar hætt eðlilegum mökum við konur og brunnið í losta hver til annars, karlmenn hafa framið skömm með karlmönnum.“ – Rómverjabréfið 1:26, 27.
Hvers vegna segir Biblían að samkynhneigð feli í sér skömm og að hún sé óeðlileg? Vegna þess að það var ekki ætlun skaparans að fólk af sama kyni hefði kynmök. Kynmök samkynhneigðra geta ekki leitt til getnaðar. Biblían líkir kynmökum samkynhneigðra við það þegar uppreisnargjörnu englarnir, sem seinna meir voru kallaðir djöflar, höfðu samfarir við dætur mannanna á dögum Nóa. (1. Mósebók 6:4; 19:4, 5; Júdasarbréfið 6, 7) Guði finnst hvort tveggja óeðlilegt.
Er eitthvað sem réttlætir samkynhneigð?
Sumir velta kannski fyrir sér hvort erfðir, umhverfi eða skelfileg lífsreynsla, til dæmis kynferðisleg misnotkun, réttlæti að einstaklingur láti undan samkynhneigðum löngunum? Svarið er nei. Veltu fyrir þér eftirfarandi dæmi: Vera má að einstaklingur hafi fengið alkóhólisma í arf, eins og sumir vísindamenn halda fram að geti gerst, eða að hann hafi alist upp í fjölskyldu þar sem áfengi var misnotað. Flestir hefðu án efa samúð með slíkum einstaklingi. En fólk myndi samt ekki hvetja hann til að misnota áfengi og hætta að berjast gegn lönguninni bara af því að hann hefði fæðst með hana eða alist upp við þess konar umhverfi.
Rómverjabréfið 7:21-24; 1. Korintubréf 9:27) Biblían býður þeim öllu heldur hughreystingu og aðstoð til að sigrast á þessum löngunum.
Að sama skapi fordæmir Biblían heldur ekki þá sem hneigjast að sama kyni en hún réttlætir heldur ekki að nokkur láti undan slíkum tilhneigingum vegna erfða eða annarra áhrifa. (Hver er vilji Guðs með fólk sem hneigist að sama kyni?
Biblían fullvissar okkur um að Guð vilji að „allir menn verði hólpnir og komist til þekkingar á sannleikanum“. (1. Tímóteusarbréf 2:4) Þótt Biblían fordæmi samkynhneigð hvetur hún ekki til haturs á samkynhneigðu fólki.
Afstöðu Guðs til samkynhneigðar verður ekki breytt. Í 1. Korintubréfi 6:9, 10 stendur skýrum stöfum að „karlmaður sem lætur nota sig eða notar aðra til ólifnaðar“ sé meðal þeirra sem munu „ekki erfa Guðs ríki“. En í versi 11 er að finna hughreystandi orð: „Og þannig voruð þið sumir hverjir. En þið létuð laugast, létuð helgast, eruð réttlættir. Það gerði nafn Drottins Jesú Krists og andi vors Guðs.“
Það fer ekki á milli mála að þeir sem vildu tilbiðja Guð á þann hátt sem hann hefur velþóknun á voru hjartanlega velkomnir inn í kristna söfnuðinn á fyrstu öld. Hið sama er að segja um allt hjartahreint fólk sem sækist eftir velþóknun Guðs nú á tímum – ekki með því að reyna að endurskrifa Biblíuna heldur með því að reyna að lifa eftir boðskap hennar.
HEFURÐU HUGLEITT?
● Hver er afstaða Biblíunnar til samkynhneigðar? – Rómverjabréfið 1:26, 27.
● Mismunar Biblían þeim sem hneigjast að sama kyni? – 1. Tímóteusarbréf 2:4.
● Er hægt að halda sér frá samkynhneigðu líferni? – 1. Korintubréf 6:9-11.
[Mynd á bls. 29]
Ætti að endurskilgreina afstöðu Biblíunnar til samkynhneigðar?