Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Tökum framförum í að boða trúna – hefjum samræður sem gætu skapað tækifæri til að boða trúna

Tökum framförum í að boða trúna – hefjum samræður sem gætu skapað tækifæri til að boða trúna

Jesús gat boðað samverskri konu trúna við óformlegar aðstæður vegna þess að hann átti frumkvæðið að því að tala við hana. Hvernig getum við tekið framförum í að hefja samræður við ókunnugt fólk?

  • Vertu vingjarnlegur og taktu fólk tali. Þótt Jesús hafi verið þreyttur hóf hann samtalið einfaldlega á því að biðja um vatn. Þú getur byrjað á því að heilsa hlýlega. Síðan geturðu kannski talað um veðrið eða nýjustu fréttir. Mundu að markmiðið er fyrst og fremst að hefja samræður. Þess vegna skaltu reyna að tala um eitthvað sem viðmælandinn gæti haft áhuga á. Það er enginn ósigur þótt viðbrögðin séu dræm. Reyndu bara að tala við einhvern annan. Biddu Jehóva að gefa þér hugrekki. – Neh 2:4; Post 4:29.

  • Vertu vakandi fyrir tækifærum til að koma fagnaðarboðskapnum að en flýttu þér ekki um of. Leyfðu samræðunum að hafa sinn gang. Ef þú ert ýtinn má vera að viðmælandinn verði órólegur og vilji ekki tala meira við þig. Vertu ekki vonsvikinn þótt samræðunum ljúki áður en þú getur boðað trúna. Ef tilhugsunin um að boða trúna óformlega vekur hjá þér ótta skaltu æfa þig í að hefja samræður án þess að ætla þér að tala um trúna. [Spilaðu og ræddu um 1. myndskeiðið.]

  • Reyndu að skapa þér tækifæri til að kynna boðskapinn með því segja eitthvað einlægt um trú þína sem gæti fengið viðmælandann til að biðja um nánari skýringu. Það sem Jesús sagði við konuna fangaði athygli hennar og fékk hana til að spyrja spurninga. Þegar Jesús fór síðan að ræða um fagnaðarboðskapinn gerði hann það einfaldlega með því að svara spurningum hennar. [Spilaðu og ræddu um 2. myndskeiðið. Síðan skaltu spila og ræða um 3. myndskeiðið.]