Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Hvers vegna er hrein tilbeiðsla þér mikils virði?

Hvers vegna er hrein tilbeiðsla þér mikils virði?

Musterissýn Esekíels var mjög uppörvandi fyrir herleidda Gyðinga því hún gaf þeim von um að hrein tilbeiðsla yrði endurreist. Nú á síðustu dögum má segja að hrein tilbeiðsla sé ,grundvölluð á fjallatindi og gnæfi yfir hæðirnar‘ og að við séum í hópi fólks af öllum þjóðum sem streymir þangað. (Jes 2:2, Biblían 1981) Íhugar þú reglulega hvað það er mikil blessun að þekkja og þjóna Jehóva?

BLESSUNIN SEM TENGIST HREINNI TILBEIÐSLU:

  • Ríkuleg andleg fæða sem veitir svör við stóru spurningunum í lífinu, hagnýt lífsgildi og örugga von. – Jes 48:17, 18; 65:13; Róm 15:4.

  • Kærleiksríkt bræðralag um allan heim. – Slm 133:1; Jóh 13:35.

  • Að fá að vera samverkamenn Guðs í ánægjulegu starfi. – Post 20:35; 1Kor 3:9.

  • „Friður Guðs“ sem styrkir okkur í mótlæti. – Fil 4:6, 7.

  • Hrein samviska. – 2Tím 1:3.

  • Trúnaður sem Jehóva ,sýnir þeim sem óttast hann‘. – Slm 25:14.

Á hvaða vegu get ég sýnt að hrein tilbeiðsla sé mér mikils virði?