Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Notaðu líf þitt til að lofa Jehóva

Notaðu líf þitt til að lofa Jehóva

Lífið er dýrmæt gjöf. Það sést á því hvernig við lifum lífinu dags daglega hve mikils við metum það. Sem vottar Jehóva reynum við að nota hæfileika okkar og getu til að heiðra og lofa Jehóva, lífgjafann. (Slm 36:10; Opb 4:11) En áhyggjur daglegs lífs í þessum vonda heimi geta auðveldlega skyggt á þjónustu okkar við Guð. (Mrk 4:18, 19) Hver og einn ætti að spyrja sig: Geri ég mitt besta í þjónustu Jehóva? (Hós 14:3) Og hvaða áhrif hefur vinna mín eða starfsframi á stefnu mína í lífinu? Hvaða markmið hef ég sett mér í þjónustu Jehóva og gæti ég prófað fleiri svið þjónustunnar? Ef þú sérð að þú getur bætt þig skaltu biðja Jehóva um hjálp og gera síðan nauðsynlegar breytingar. Þú getur verið viss um að þú nýtur meiri lífsfyllingar og gleði þegar þú lofar Jehóva á hverjum degi. – Slm 61:9.

Í þágu hvers notar þú hæfileika þína?

HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ NÝTTU HÆFILEIKA ÞÍNA FYRIR JEHÓVA, OG SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGUM:

  • Hvers vegna er óviturlegt að nota hæfileika sína fyrst og fremst í þágu heims Satans? (1Jóh 2:17)

  • Hvaða blessun hljóta þeir sem gera sitt besta í þjónustu Jehóva?

  • Á hvaða sviðum heilagrar þjónustu gætir þú nýtt hæfileika þína og kunnáttu?