Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Bænir okkar eru dýrmætar í augum Jehóva

Bænir okkar eru dýrmætar í augum Jehóva

Bænir sem Jehóva hefur velþóknun á eru eins og ilmandi reykelsi sem var reglulega brennt handa honum í musterinu. (Sl 141:2) Þegar við segjum himneskum föður okkar að við elskum hann og hversu þakklát við erum honum og þegar við tjáum honum áhyggjur okkar og langanir og biðjum um leiðsögn hans þá sýnum við hvað vinátta hans er okkur dýrmæt. Jehóva lítur að sjálfsögðu á stuttar bænir sem eru bornar fram opinberlega á samkomum sem hluta af tilbeiðslu okkar. Auk þess hlýtur það að gleðja hann þegar við úthellum hjarta okkar í bæn og tölum lengi við hann. – Okv 15:8.

HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ BÆNIN ER ÞAÐ MIKILVÆGASTA Í LÍFI MÍNU OG SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGUM:

  • Hvaða verkefni í þjónustu Jehóva hefur bróðir Claudius Johnson haft tækifæri til að taka að sér?

  • Hvernig hefur bænin hjálpað honum að reiða sig á Jehóva?

  • Hvað lærðir þú af frásögu hans?