Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Hjálp til að forðast frestunaráráttu

Hjálp til að forðast frestunaráráttu

Þeir sem eru haldnir frestunaráráttu slá því á frest sem þeir ættu að gera strax. Það gerði Jehú ekki þegar Jehóva fól honum það verkefni að útrýma ætt Akabs. (2Kon 9:6, 7, 16) Sumir segja: „Kannski læt ég skírast eftir nokkur ár.“ „Ég vonast til að gera það bráðum að venju að lesa daglega í Biblíunni.“ „Ég ætla að gerast brautryðjandi ef ég fæ betri vinnu.“ Biblían getur hjálpað okkur að slá því ekki á frest sem tengist tilbeiðslunni.

Hvernig geta eftirfarandi biblíuvers hjálpað okkur að forðast frestunaráráttu?