Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Tökum framförum í að boða trúna – förum í endurheimsóknir

Tökum framförum í að boða trúna – förum í endurheimsóknir

AF HVERJU ER ÞAÐ MIKILVÆGT? Margir sem sýna boðskapnum um Guðsríki áhuga eru að leita að sannleikanum um Guð. (Jes 55:6) Til þess að hjálpa þeim að auka við þekkingu sína verðum við að heimsækja þá aftur og aftur. Fólk þarf að takast á við mismunandi áskoranir þannig að það er breytilegt hvaða aðferð við notum til að glæða áhugann. Við náum samt betri árangri ef við undirbúum markvissar endurheimsóknir með það fyrir augum að hefja ný biblíunámskeið.

HVERNIG FÖRUM VIÐ AÐ?

  • Leggðu þig fram um að fara fljótlega aftur, jafnvel innan fárra daga. – Matt 13:19.

  • Vertu vingjarnlegur og kurteis. Reyndu að vera afslappaður.

  • Byrjaðu á því að heilsa hlýlega. Ávarpaðu viðmælandann með nafni. Minntu hann á hvers vegna þú ert kominn aftur – til að svara spurningu, færa honum nýjasta blaðið, sýna vefsíðuna, myndskeið eða hvernig biblíunámskeið fer fram. Ef viðmælandinn sýnir einhverju öðru efni áhuga skaltu vera sveigjanlegur. – Fil 2:4.

  • Vökvaðu fræ sannleikans í hjarta hans með því að benda á sannindi í Biblíunni og mögulega skilja eftir rit. (1Kor 3:6) Reyndu að kynnast honum.

  • Leggðu grunn að næstu heimsókn.