Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 FJÁRSJÓÐIR Í ORÐI GUÐS | 1. KORINTUBRÉF 4-6

„Lítið súrdeig sýrir allt deigið“

„Lítið súrdeig sýrir allt deigið“

5:1, 2, 5-11, 13

Hvers vegna er það kærleiksrík ráðstöfun að víkja brotlegum úr söfnuðinum fyrst það veldur svo miklum sársauka?

Að víkja brotlegum úr söfnuðinum sýnir kærleika gagnvart ...

  • Jehóva því að það heiðrar heilagt nafn hans. – 1Pét 1:15, 16.

  • söfnuðinum því að það veitir honum vörn gegn spillandi áhrifum. – 1Kor 5:6.

  • hinum brotlega því að það getur hjálpað honum að sjá að sér. – Heb 12:11.

Hvernig getur þú stutt trúfasta ættingja þeirra sem hefur verið vikið úr söfnuðinum?